Á einu augabragði, einu augabragði.

Á einu augabragði þyrfti Samfylkingin að átta sig á að hún hefur  verið á rangri leið í Icesave málinu. Þetta er eins og að villast í útlöndum og átta sig á að hótelið er í hina áttina. Hvað gerir maður? Snýr við og finnur réttu leiðina. Á einu augabragð þyrfti Björn Valur áð átta sig á því að hann er betri sjómaður en þingmaður og snúa sér að því sem hann kann hvað best. Á einu augabragði þyrfti Steingrímur og Jóhanna að segja af sér. Til baka litið sjá allir að Íslenskir stjórnmálamenn hafa staðið sig illa fyrir Íslenska þjóð. Það má ekki halda áfram. Gamla aðferðin til að stjórna landinu virkaði ekki og mun ekki virka. Breytinga er þörf og er það mikilvæg að beygingarnar verða að gerast á augabragði.
mbl.is Quest tekur málstað Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo sannarlega þurfa Jóhanna og Steingrímur að segja af sér, við munum ekkert komast áfram með þau við stjórnvölin, það er í besta falli barnaleg bjartsýni. Þau fúlsa við öllum stuðningi og góðum lagalegum staðreyndum okkur til hjálpar, verða bara pirruð og fúl eins og verið sé að eyðileggja fyrir þeim. Frétta menn verða að þora að spyrja þau beint út af hverju þau reiðist alltaf öllum góðum fréttum, láta þau svara og segja það sjálf, þó flestum sé það kýrskírt hvað hangir á spýtunni hjá þeim.

Það þarf samstöðufund og koma á nýrri stjórn helst á augabragði. Okkar bjartast von erum við sjálf,.... fólkið í landinu sem erum búin að sýna með 62000 undirskriftum áhrifamátt einstaklingsins til að hafa áhrif á, ekki bara þjóðfélagið heldur allan heiminn.

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 12:00

2 identicon

Góð athugasemd sem sómi er af. Bestu þakkir Anna

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband