8.1.2010 | 17:05
Aldrei kaus ég Ólaf Ragnar en nú er hann fremstur meðal jafningja.
Aldrei á lífleiðinni hef ég kosið Ólaf Ragna Grímsson. Hvorki þegar hann var í pólitíkinni í gamladag eða þegar hann sótti eftir umboði til að taka yfir á Bessastöðum. Ég get ekki annað en heillast af Ólafi nú. Hann tekur djarfa ákvörðun sem sem fellur vægast sagt í misjafnan jarveg. En það sem er athyglisverðast er hvernig Ólafur Ragnar fylgir þessari ákvörðun sinni eftir. Hann mætir í viðtöl og stendur sig vægast sagt vel. Ég var að hlust á viðtal við hann á Bloomberg fréttastöðinni og fær Ólafur hæstu einkunn. Hann rífur í sig Fitch og þeirra mat svo ekki stendur steinn yfir steini. Ef það væri þjóðaratkvæði um hver ætti að tala máli Íslands í útlöndum um Icesave, setti ég Ólaf Ragnar í fyrsta sæti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Facebook
Athugasemdir
Aldrei kaus ég hann heldur en nú er ég þeim sem kusu hann þakklátur.
Offari, 8.1.2010 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.