Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sorgarsaga Landsbankans.

Við sem orðin eru meira en tvæ vetur munum eftir hvernig bankakerfið var. Þingmenn sátu í stjórnum bankanna. Síðan var fyrirkomulagið þannig að öllu skipti að fá "sinn" mann í stjórnina. Síðan komu sérhagsmunamennirnir og sögðu við hina pólitískt ráðnu "hniptu í bankastjórann og lempaðu  til fyrir víxli fyrir mig" Í fáum orðum brugðust þingmenn trausti  almennings. Í stað þess að færa valdið nær fólkinu sem á bankann, var valdið fært fjær eigendum sínum. Í hendurnar á örfáum mönnum sem virðast vera í takmörkuðu sambandi við raunveruleikann. Ég fullyrði að ef við eigendur fengjum einhverju ráðið yrði nýbygging yfir höfuðstöðvar LÍ stoppuð. Ég reyndi að finna einhverja leið til að komast á fund þar sem ég gæti komið mínum sjónarmiðum á framfæri. Sá vettvangur er ekki til.Samt á ég bankann (ásamt löndum mínum) Þau rök sem stjórnin færir fyrir nýbyggingu halda ekki vatni. Svo ekki sé talað um nú á tímum covid-19 þar sem öllum útibúum var lokað og það breytti engu. Nú er bankinn að tapa milljörðum stoppum þessa geðveiki með byggingu nýrra höfuðstöðva LÍ.


mbl.is Landsbankinn tapar 3,6 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekki þessa tölu.

Þetta er sama talan 300 mkr sem Lárus Wlding fékk í startbónus þegar hann byrjaði hjá Íslandsbanka. Það er ágætt að seetja hlutina í samhengi. Nýleg frétt úr mbl " Breki VE var aflahæsti togari Íslands í apríl og veiddi hann 1077 tonn í síðasta mánuði. Þá nam aflaverðmæti skipsins  230 milljonum króna í þeim mánuði" Mikið ofsaleg minnir mig þetta á 2008. Nú er að koma önnur efnahagslægð öllu dýpri. Erum við ekki Öll saman í þessu? 


mbl.is Starfslokin kosta Haga yfir 300 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steyputæknar.

Nú í næstu framtíð er líklegt að nýr veruleiki taki við í fjármálaþjónustu einstaklinga og fyrirtækja.Ný tegund af fjármálatækni sem er byggð á annarri hugmyndafræði heldur að við þekkjum í dag. Þegar við hjónn vorum í Barcelona í okt. á síðasta ári tók konan mynd af mér við inngang af Banco de Espana. Inn um þessar dyr gátu tveir fílar labbað inn hlið við hlið. Þessi banki var byggður fyrir hundrað árum á Plaza Catalunya. Í þá daga vildu bankar sýna styrk sinn í byggingum. Nú hundrað árum síðar gilda önnur lögmál. Við viðskiptavinir bankanna sjáum hversu húsnæðisþörf bankanna minnkar frá mánuði til mánaðar. Gott dæmi um þetta er útibúið í Mjódd. Þar eru starfsmenn bankans eins og baun í dós. Þó húsnæðið væri minnkað um helming væri það feyki nóg fyrir starfsemina. Að sjálfsögðu gerist það sama í aðalbanka við austurvöll. Þessir sem stjórna eru svo gjörsamleg úr tengslum við raunveruleikann og okkur almenning að það hálfa væri nóg. Áður voru stjórnmálamenn í bankaráðum og nefndum. Því miður stóðu þeir ekki undir því trausti og þörf var breytinga. Hvað gera stjórnmálamenn þá? þeir færa stjórnun bankans fjær eigendum sínum þ.e almenningi í stað þess að færa stjórnunina nær eigendum sínum. Eg kannaði það í bankanum hvað aðkomu ég geti haft að stjórnun bankans, af því að mér blöskrar svo gjörsamleg hvernig haldið er á málum. Niðurstaðan var skýr. Ég hef enga aðkomu að stjórnun bankans. Ég á bankann með löndum mínum en þessa eign hef ég enga aðkomu að. Eftir stendur hversu stjórnmálamennirnir okkar geta verið ofsaleg mislagðar hendur. Ég íhuga það alvarlega að sama dag og bankinn opnar á Hörpureitnum segi ég upp áratuga viðskiptum við bankann. Í stað þess að undirbúa nýja tíma í fjármálatækni virðast þessir stjórnendur vera einhverskonar steyputæknar.


mbl.is Aukinn kostnaður við bankahúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allgjör öfugmæli.

Hvernig í veröldinni eigum við að trú því að bankarnir séu að hagræða fyrir okkur neytendur. Bankastarfsemi á íslandi snýst ekki um hagræðingu fyrir okkur neytendur þvert á móti er þrælast á okkur. Tökum dæmi. Nýverið fór ég um Leifsstöð á leið til útlanda. Ég ætlaði að skipta nokkrum krónum í evrur til að eiga handbært fé. Ég hafði skoðað gengið í mínum viðskiptabanka sem er Landsbankinn. Þegar ég skoða kvittunina úr hraðbankanum í Leifsstöð sé ég að gengið á evru er mikið hærra en ég hafði verið að skoða. Ég fór að kanna málið og komst að eftirfarandi. Isavia gerir tilboð í bankaþjónustu á vellinum og Arion hreppir hnossið. Hvað gerir Arion? Hann býr til sérstakt gengi fyrir flugvöllinn, sem er þó nokkuð hærra en almennt og Visagengi. Mismunur á kaup og sölugengi hjá Arion á vellinum er ca 12%, í nágrannalöndum okkar er þessi tala ca 3%.Í sinni einföldustu mynd lítur þetta þannig út. Það er sett upp bankagirðing í kringum völlinn þar sem öll samkeppni er bönnuð. Sá sem ræður inni í girðingunni (þar sem milljónir fara um) hagar sér eins og villimaður.Sennilega er þetta eini flugvöllurinn í heiminum þar sem gefið er út sérstakt gengi Ég hef rætt þetta við marga kunningja og vini. Allir eru yfirsig hneykslaðir á þessu fyrirkomulagi. Það er aðeins einn sem ég hef haft samband við sem sýndi engin viðbrögð. Hver var það? Jú, Samkeppniseftirlitið. Ég ætlaði að kæra þetta sem samkeppnisbrot á okkur neytendum. Þessi svívirða er í algjöru samræmi við þær reglur sem stjórnvöld setja. Af hverju má ekki vera samkeppni um okkur neytendur í Leifsstöð? Svo er fjármálaráðherra að telja okkur trú um að hann sé að hugsa um okkur neytendur og hagræðingu okkur til handa sé framundan. Því miður Bjarni þú hefur ekki traust mitt þegar kemur að hagræðingu í bankakerfinu. Ótal mörg önnur dæmi mætti nefna, svo sem fyrirhugaða byggingu Landsbankans á Hörpureit, vaxtaokrið og fl.Að lesa að vinna sé í gangi að hagræða í bankakerfinu fyrir okkur neytendur hljómar í mín eyru eins og ÖRGUSTU ÖFUGMÆLI.

 


mbl.is Hagræðing á sér nú þegar stað í bankakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innheimta hjá rsk.

Getur skatturinn tekið hundinn min í gíslingu ef ég skulda skatta?


mbl.is Segja Isavia hafa brotið eigin reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var það sem okkur vantaði.

Nú opnast tækifærið að rækta hatrið í okkur öllum. Nú leggjum við til hliðar þessa helvítis ástina sem er alla að drepa. Í framhaldinu fáum við mörg fín stríð til viðbótar þeim sem við höfum nú þegar. Vopnaframleiðendur græða á tá og fingri. Hvað er betra fyrir mannskepnuna en gott hatur út í náungann. Við hér á Íslandi gætum haft  forystu í þessum málaflokki. Við höfum fullt af fólki á alþingi sem gætu verið fulltrúar okkar í þessum málaflokki á erlendri grundu. Kannski endar með því að Gunnar Bragi fái sendiherrastöðu.


mbl.is „Þjóðin verður ekki fyrir vonbrigðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafyrtir bankamenn.

Öll þekkjum við veruleikafyrta bankamenn. Afleiðingarnar voru skelfilegar. Fjöldi manns missti allt sitt. Sorglegast var þegar selt var ofan af fólki og fólk stóð uppi heimilislaust og allslaust. Þetta voru afleiðingar veruleikafyrtra bankamanna. Enn á ný sjáum við bankamenn lifa í einhverjum öðrum heimi en við almenningu sem búum og eigum þetta land. Benedikt Jóhannesson fyrrum fjármálaráðherra sagði í Kastljósi  það sín mestu mistök að hafa ekki rekið stjórn Landsvirkjunar sem ekki fór ekki  að fyrirmælum hans um launahækkanir. Nú þurfa stjórnmálamenn að sýna okkur að þeir standi undir því að vera fulltrúar lýðræðisins. Sýna að það eru þeir sem stjórni, en  ekki glæpaklíkur sem eru að hreiðra um sig í þjóðfélaginu. Landsbankinn ætlar að byggja glerhöll sem kostar tíu sinnum meira er múrinn hjá Trump milli usa og Mexic, miðað við særð efnahags, Og við gerum ekkert. Ég er kominn með svo upp í háls af þessu rugli. VIÐ VERÐUM AÐ STOPPA BYGGINGU LÍ UPP Á 7 MILJARÐA.


mbl.is Bjarni og Bankasýslan óska skýringa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við verðum að stoppa þetta.

Ég er búinn að vera í viðskiptum LÍ síðustu áratugi. Ef bankinn ætlar virkilega að far að byggja þarna þá er okkar samleið lokið. Við viðskiptavinirnir sjáum hvernig húsnæðisþörf bankanna hefur breyst. Ég kem ca 1 sinni til tvisvar á ári í útibúið mitt í Mjódd. Starfsfólkið þar er eins og baun í dós. Það sjá allir sem sjá vilja að bankinn myndi rúmast í meira en helmingi minna húsnæði. Af hverju fer ég ekki í útibúið mitt? Af því að ég geri öll mín bankaviðskipti í tölvunni. Ef þar er meining hjá þessum bankasnjóra (sem hefur brugðist okkur svo gjörsamlega) með að það væri mikið hagræði að hafa bankastarfsemina á einum stað þá byggir bankinn ódýra bygginu í jaðri bæjarins á ódýru byggingarlandi. Bankinn þarf fyrst og fremst að vera sýnilegu á netinu og þess vegna með fallegum lystaverkum í miðju bæjarins. Koma ferðamenn sem hingað reka til með  að nota  banka í miðbæ Reykjavíkur. Nei. Hraðbanka og búið. Ef bankinn er í eigu okkar íslendinga þá vil ég komast í færi við þá sem fara með mitt umboð. Ég þarf að eiga við þá orð. Ég ítreka það að ef bankinn byggir þarna þá er ég farinn úr Landsbankanum. Þarna er greinilega ekki verið að horfa til vilja okkar viðskiptavina heldur er vaðið áfram með drulluna upp á axlir, og mikið líkari því að verið sé að byggja yfir fortíðina frekar en framtíðina.


mbl.is Segir Landsbankann tilbúinn til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú á að róa á ríkissjóð.

Ég fæ æluna í hálsinn þegar ég hugsa til þess að nú ætli stórútgerðin að róa eftir milljörðum í ríkissjóð. Fyrir nokkrum árum lagði ég til á fundi í Valhöll degi fyrir landsfund að komið verði á markaðslegri umgjörð með viðskipti  á aflaheimildum. Það er skemmst frá að segja að þessi tillaga var kol felld. Vilji sjálfstæðismanna var skýr. Við skulum hafa þetta eins og verið hefur þ.e að láta bankana og handhafa sjá um þetta. Sennilega er þetta eini markaðurinn í heiminum þar sem best er að bankar ákveði verð á aflaheimildum. Það er sorglegt til þess að vita hvernig stjórnmálamenn hafi haldið á og stjórnað þessari auðlind okkar. Það má segja að þar hafi ekki verið gerð mistök, mikið frekar afglöp. Aflaheimildum hefur verið úthlutað á 0 kr pr kg í öllum tegundum. Allt sem heitir markaðsleg umgjörð hefur verið eitur í huga stjórnmálamanna. Sennilega er búið að selja alla sjávarauðlindina einhverstaðar á milli tvisvar og þrisvar sinnum. Skattlagning var lengst af 10% þegar kvóti var seldur og síðan var hægt að fresta skattgreiðslu nánast endalaus ef þú keyptir hlutabréf í öðrum félögum Þannig hefur raun skattlagning verið sennilega undir 5%. Allir vita að heilu fljótin runnu úr sjávarauðlindinni og til aflandsfélaga. Niðurstaðan er öllum skýr. Hér hrundi allt til helvítis 2008. Að taka þennan þátt út fyrir sviga og segja að sjávarútvegurinn hafi aldrei þegið greiðslur frá ríkinu bara verið veitandier einfaldlega rangt. Grunnur þúsunda heimila hrundu vegna afglapa stjórnmálamanna við stjórnun auðlindarinnar. Nú hóta menn að fara að róa á ríkissjóð af því að þeir fengu ekki nógan kvóta. Ef einhver döngun væri í stjórnmálamönnum þá gætu þeir fundið út verð á aflaheimildum miðað við útreikninga Delotte og selt kvótann á því verði. Á einhverjum tímapunti verðum við almenningur að grípa inní. Maður hefur það á tilfinningunni nú síðustu daga að ef alþingismenn séu ekki á fylliríi úti í bæ séu þeir á rúntinum að keyra inn á akstursbókina.


mbl.is Lausna leitað til fortíðar og framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætt að meðaltali.

Ég held að við skattgreiðendur sem borgum reikninginn getum nokkuð vel við unað. Þó að Ásmundur þurfi að fara tvisvar í viku til Hornafjarða sem kostar að vísu sitt, eyða þingmenn Reykjavíkur ekki einum strætómiða til að koma hingað upp í Breiðholt (ekki séð þá í mörg ár). Þannig jafnast þessi kostnaður út og verður ekki svo íþyngjandi fyrir okkur greiðendur.


mbl.is Hátterni ekki andstætt siðareglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband