Ég fagna og ég harma.

Ég fagna því að í þessari nýju ríkisstjórn sitja ekki, Geir Haarde, Arni Matt, Björn Bjarnason, Þorgerður Katrín, Einar Kristinn, Ingibjörg Sólrún, Þórunn og Björgin G. Ég harma það að í nýrri ríkisstjórn sitji Kristján Möller, Össur og Jóhanna Sigurðardóttir. Áhöfnin á þeirri ríkisstjórn sem er ábirg fyrir því efnahagsástandi sem er nú hér á landi fékk sín tækifæri. Því miður klúðraði sú ríkisstjórn sínum málum illilega. Þá er eðlilegt að aðrir taki víð. 
mbl.is Óbreytt stjórnskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarglæpur.

Það kemur æ betur í ljós hversu stór þjóðarglæpur hefur verið framinn hér á síðustu árum. Að brutto skuldir skul vera 10mkr á mann eða netto 5mkr. Maður fær velgju við hugsa um að stórar upphæðir eru vegna þessa að bankarnir voru með glannaleg útlán. Lán til kaupa m.a á snekkjum, einkaþotum og leikföngum veruleikafyrtra manna. Síðan er það börnin mín og önnur íslensk börn sem eiga að greiða sukkið. Svo bíða menn eftir skýrslu einhverrar nefndar sem á að dæma hver er sekur í þessum glæp. Meira að segja viðskiptaráðherrann sem var og áttið að setja leikreglur viðskiptanna segist vera með öllu saklaus. Í mínum huga er það að verð æ skýrara hverjir bera ábirgð á þessum glæp. Það er fyrst og fremst stjórnmálmennirnir sem sátu uppi í heiðursstúku og fylgdust með leiknum og hvöttu sína menn. Á kvöldin fóru þeir síðan  heim og grilluðu,   og fögnuðu góðu dagsverki. Að íslensk þjóð skuli treysta best sama fólkinu og sat í heiðursstúkunni til að stjórna hér áfram er ótrúlegt.
mbl.is 3100 milljarða skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helsýktur markaður.

Í dag var meðalverð á þorski 172 kr/kg samkvæmt vef RSF. Á sama tíma eru að fara fram viðskipti með aflaheimildir í  þorski á 180 kr/kg samkvæmt vef Fiskistofu. Þannig er verðið fyrir að veiða fiskinn 8kr/kg meira en fæst fyrir hann á markaði. Hvað segir þetta? Þetta segir ekkert annað en að markaðurinn er helsýktur. Ef einhver alvöru umgjörð væri utan um þennan markað væru viðskipti stöðvuð á stundinni. Kallað væri eftir skýringu á þessu fyrirbæri. En staðreyndin er sú að það eru engar starfsreglur um þessi viðskipti. Þessi viðskipti fara fram nákvæmlega eins og sala á sprútti fór fram hér í gamladaga. Menn einfaldlega hringja og spyrja "áttu eitthvað". Eini munurinn er sá að salan á sprúttinu var ólögleg en á kvótanum lögleg. Þetta fyrirkomulag er ekki bara greininn sjálfri til skammar. Heldur er þetta einnig lýsandi dæmi um hvernig stjórnvöld hafa haldið á málum auðlindarinnar. Einn hlekkurinn í endurreisn sjálfstæðisflokksins er að flokkurinn biðji Íslendinga afsökunar á stjórnun fiskveiðiauðlindarinnar síðustu ár.

Kvótakerfi í ólgusjó.

Megin tilgangur kvótans var í upphafi að taka ekki meira úr sjávarauðlindinni en hún þolir. Ef veiðar væru gefnar frjálsar með öllu gætum við tæmt auðlindina á ótrúlega stuttum tíma. Nú á þessum tímum þegar menn og fyrirtæki eru að tapa öllu, er ekki tíminn að taka af þeim aflaheimildir sem standa í skilum og hafa ekki verið að spila póker með sjávarauðlindina. Það vill gleymast í hita leiksins að við höfum fyrirtaks útgerðir og útgerðarmenn sem hafa rekið sín fyrirtæi vel. Af hverju að taka aflaheimildir af þeim? Nú er hinsvegar tíminn til að bæta markaðsumgjörðina, setja reglur um viðskipti með aflaheimildir. Framkvæmd kvótaker síðust ár hefur verið stórkostlega ábótavant. Mestu ábyrgðina þar bera stjórnmálamenn. Mesta skömm stjórnmálanna var að skattleggja ekki sölu á aflaheimildum þeim sem úthlutað var endurgjaldslaust. Þær útgerðir sem eru gjaldþrota í dag á ríkið að sjálfsögðu að taka kvótann til sín. Að sjálfsögðu á síðan ríkið að selja eða leigja til þeirra sem vilja veiða hann. Þannig væri ríkið í raun einn stærsti kvótaeigandinn og færi með stofnhlut í sjávarauðlindinni. Nú er rétti tíminn til að setja reglur utan um sjávarútveginn. Reglur með það markmið að byggja hér upp heilbrigðan og þróaðan sjávarútveg. Nú þarf storminum í kringum sjávarútveginn að linna.  


mbl.is Kvótakerfi ekki umbylt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömlu dagana gefður mér.

Það fyrsta sem mér datt í hug var að ofaná efnahagshrun á Íslandi, svínaflensu og heimskreppu væri ágætta að bæta við núningi milli Rússa og USA. En við nánari skoðun sé ég eitthvað vinalegt við þetta. Á tímum kaldastríðsins voru þetta stórfréttir í veröldinni. Rússar fundu einhverja usa menn hjá sér sem voru að snuðra undir teppið. Þeir vísuð snuðrurunum úr landi og BN vísaði sama fjölda frá sínu heimalandi (sinnum tveir). Sú kenning að hlutirnir fari í hringi er als ekki dottin úr gildi. Þetta er að verða eins og í gamladaga. Mér finnst bara eitthvað vinalegt við þetta, einhver sjarmi. 
mbl.is NATO-mönnum vísað frá Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnunarkreppa eða stjórnarkreppa?

Ef að líkum lætur verður ESB málið eitt fyrirferðasta málið á alþingi. Hvernig í ósköpunum eiga þessir flokkar að starfa saman og vera ekki sammála í þessu stóra máli. Ætlar Samfylking að tala fyrir því á þingi að ganga í ESB og taka upp evru, en Steingrímur að tal fyrir íslenskri eða jafnvel norskri krónu á sama tíma. Það sjá allir sem sjá vilja, að ætla að leggja upp í fjögurra ára vegferð og vera ósammála í þessu stóra máli er útilokað. Sjá menn það fyrir sér að árið 1949 þegar Ísland gekk í Atlashafsbandalagið hefðu sjálfstæðiflokkurinn og kommúnista farið í stjórn saman sammála um að vera ósammála um inngönguna. Ég held ekki. Þannig held ég að lýsing á núverandi ástandi sé frekar stjórnunarkreppa frekar en stjórnarkreppa.


mbl.is Flokkarnir eru ósammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kreppa á Akureyri?

Upp úr einsmanns hljóði fékk ég þessa spurningu frá 8 ára dóttir minni. "Er líka kreppa á Akureyri?" Mig langaði að komast að hvað væri að veltast um í hugarheimi dóttur minnar. En stundum er "bara" bara ágætt svar og fullgilt. Ég reyndi að útskýra fyrir dóttur minni í löngu máli  að sennilega væri kreppan mest hér á Reykjavíkur svæðinu. "Flytjum til Akureyrar" sagði sú stutta. "Akureyri er fallegur bær" sagði ég. "Já, sundlaugin er æðisleg" sagði stúlkan. Síðan snéri hún sér að öðru. Umræðum um kreppu og Akureyri var lokið að hennar hálfu. Stundum þarf umræðan ekki endilega að vera tæmandi. Maður má spyrja um hlutina án þess að vera með einhverjar málalengingar. 

Gjaldþrot sjávarútvegsins ca 200 miljarðar.

Út er komið hefti í efnisflokknum Sjávarútvegur þar sem birtar eru niðurstöður athugana Hagstofunnar um hag fiskveiða og fiskvinnslu árið 2007. Fram kemur þar að heildareignir sjávarútvegs í árslok 2007 voru 435 milljarðar króna, heildarskuldir 325 milljarður og eigið fé 110 milljarðar. Til að átta sig á stöðunni í dag má áætla að eignir hafi rýrnað um 10 til 15 prósent frá því í lok árs 2007. Varlega má áætla að skuldir hafi aukist um 70-80% frá því í lok  sama árs og þar með væru skuldirnar 500-550 miljarðar. Þannig eru skuldir umfram eignir u.m.þ.b 200 miljarðar. En hvað eru þetta stórar tölur?. Ef við hér á landi ætluðum að leggja sjávarútvegnu til fjármuni þannig að eignir og skuldir væru í jafnvægi. Þá þyrfti hvert mannsbarn á Íslandi að leggja fram ca 650.000 kr. Þetta er sá vandi sem við stöndum frami fyrir í Íslenskum sjávarútvegi í dag.
 

Nú er mér öllum lokið Árni.

Það er erfitt að skilja réttlætiskennd Árna. Sennilega má flokkur manna vinna fyrir Árna og biðja fólk um að kjósa hann. En þeir sem vilja Árna ekki meiga ekki tal um það við nokkurn mann. Nú er ég þeirrar skoðunar og hef áhuga á að vinna þeirri skoðun minni fylgis að Kjartan Gunnarsson segi af sér úr miðstjórn sjálfstæðisflokksins. Er það bannað? Meiga þeir bara láta heyra frá sér sem vilja Kjartan, en hinir eiga að þegja. Af hverju má flokkur manna í Árborg ekki vinna þeirri skoðun sinni fylgis að þeir vilji Árna ekki? Ég held að það þurfi eitthvað að stilla réttlætiskennd Árna Johnsen.
mbl.is Árni Johnsen segir skipulega unnið gegn sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dan-ís eða Ís-mörk.

Á tímum hins meinta góðæris þ.e frá 1990-2007 var lausnin til hagræðingar að hlekkja sig saman. Þannig voru sveitarfélög og fyrirtæki sameinuð í löngum röðum. Allt í nafni hagræðingar. Mörgum fannst oft á tíðum óvægilega að sér vegið og réttur sinn t.d til að lifa í sínu gamla góða sveitarfélagi fótum troðinn. Það er þekkt þar sem kvótinn var seldur í burt og fólkið horfði á eftir vinnunni sinni þar með. Það var einnig þekkt að í litlu sveitarfélögum  sem sameinuðust stærri sveitarfélögum og skólinn sem í litla sveitarfélaginu var miðja alls, var nú aflagður steinkumbaldi í stærra byggðarlagi. Allt þetta var gert í nafni hagræðingar. Það voru hjáróma raddir sem reyndu að stoppa þessa þróun. Í heita pottinum í gærkveldi datt mér það í hug hvort ekki væri hægt að sameina t.d Danmörk og Ísland. Þetta sameinaða land væri hægt að skýra Dan-ís eða Ís-mörk, svona svipað eins og HB-Grandi. Með þessu móti væri hægt að spara stórkostleg verðmæti, tugi miljarða. Ein stjórn yfir báðum löndunum,ein heilsugæsla, eitt menntakerfi o.s.frv. Það mætti endalaut telja upp hagræðinguna. Við þyrftum ekki einu sinni að ganga í ESB, við værum bara komin þangað, sí svona. Íslensku krónuna væri hægt að jarða með viðhöfn með litlum fyrirvara. En þá væri þetta spurningin með lýðræðið. Værum við að afsala okkur lýðræðinu? Nei, ég einfaldlega bý þá í lýðveldinu Dan-ís eða Ís-mörk. Kannski mindi einhverjir samt sem áður halda að við hefðum afsalað okkur lýðveldinu. Ég sé fyrir mér lokaorð í minningargrein, minni eða meirihluta íslendinga. " Frá 2007 lifði hann sem þræll skulda sinna og dó sem þræll þeirra. Hann lifi og dó í hinu Íslenska lýðveldi"

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband