Eigum við að fyrirgefa rúsneskum stjórnvöldum?

Árið 1981sýndi tyrkneskur ódæðismaður Páli páfa banatilræði með bissu og særði hann. Nokkrum árum síða heimsótti Páll páfi þennan ódæðismann í fangelsið og átti við hann tveggjamanna tal. Páll páfi fyrirgaf ódæðismanni sínum. Jesús sagði á sínum tíma rétt áður en það átti að króssfesta hann. "Fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir eru að gera". Eftir þennan "glæp" sem stelpurnar í Pussy Riot frömdu, virðist vera sem svo að rúsnesk stjórnöld eigi erfitt með að fyrirgefa. Kannski er það spurning hvort þeim sem blöskrar meðferð á þessum ungu konum eigi að fyrirgefa rúsneskum stjórnvöldum því að þeir vita ekki hvað þeir eru að gera.
mbl.is Pussy Riot meðlimur á spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna, Steingrímur og Angela Merkel.

Síðustu vikur hafa Jóhanna, Steingrímur og þeirra fólk staglast á því að verkefnið hafi verið svo erfitt og að þar liggi skýringin á litlu fylgi. Á sama tíma og þau Jóhanna og Steingrímur hafa verið að glíma við þessi erfiðu verkefni hefur Angela Merkel kanslari þjóðverja einnig verið að glíma við erfið verkefni. Merkel hefur verið meira og minna með Evrópu á herðum sér auk þess að bera ábyrgð á velferð í sínu eigin heimalandi. Angela Merkel hefur yfirburða traust landa sinna þrátt fyrir þessu erfiðu verkefni sem hún hefur verið að glíma við. Í síðustu skoðanakönnunum í Þýskalandi kemur fram að meirihlutinn stiður Merkel. Gæti skýringin legið í því að Merkel er yfirburða stjórnmálamaður. Það er ekki vafi í mínum huga að ef Jóhanna og Steingrímur hefðu staðið sig vel hefðum við Íslendingar gefið þeim réttláta einkunn. En því miður hafa þau ekki verið að standa sig.


mbl.is Yrði eitt mesta fylgistapið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer Bjarni út á morgun?

Ein vika er langur tími í pólitík, tvær vikur eru óra tími. Ef Bjarni stígur til hliðar á morgun og  Einar Kr og Guðlaugur Þór gerðu slíkt hið sama þá mæti ég aftur um borð. Einar Kr og Guðlaugur Þór voru undir árum þegar við sigldum fram af brúninni haustið 2008. Allt eru þetta miklir sóma menn en þeir fengu sín tækifæri. Þetta er eins og í boltanum ef menn standa sig ekki er þeim kippt út og nýir menn koma inn.
mbl.is „Ég útiloka ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill heiðurs maður.

Eflaust líta margir svo á að Gísli Jónatansson og Fáskrúðsfjörður sé eitt og það sama. Gísli hefur siglt þessu fleyi með miklum ágætum í hátt í fjóra áratugi. Þegar saga sjávarútvegsins síðustu áratuga verður skrifuð finnast vart reynslumeyri menn en Gísli. Ef hægt væri að gefa þessum ágæta manni ráð væri það að hann skrifaði sögu sína sem stjórnandi sjávarútvegsfyrirtækis og kaupfélags í áratugi.   
mbl.is Hættir eftir 38 ára starf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverful hamingja.

Ef kvótahamingju vísitala hefði verðið mæld síðustu ár hefði skorið sennilega hvergi verið hærri en í Vestmannaeyjum. En svona er hamingjan hverful. Á sama hátt ef vísitala um vitræna umræðu um kvótakerfið væri mæld, væri skorið ekki hátt. Ef við ættum að læra eitthvað af fortíðinni væri ágætt að rifja upp nokkur atriði. Eftir stöðuga hækkun á aflaheimildum frá árinu 1990 endaði verð á kílói á  þorski í 4.500 kr kílóið. Með þessi ofsalegu verðmæti í höndunum fóru útgerðamenn í bankann og slógu  lán útá. Sameiginlegt mat útgerðamann og bankamanna (þeirra sömu og komu okkur á hausinn) var að óhætt væri að lána miljarða í ómældum einingum með þessi verðmæti í höndunum.. Sumir keyptu þyrlu, banka, þotur og fl og fl. Allir þekkja framhaldið. En hvaða markaðslegar reglur giltu um viðskipti með aflaheimildir á þessum árum. Svarið er einfalt. Engar. Verðmyndunin varð til inni á kontór hjá LÍÚ. Ef borin eru saman viðskipti með verðmæti svo sem eins og ál og hlutabréf svo eitthvað sé nefnt er þess gætt að sem mesta sanngirni sé gætt milli kaupanda og seljanda og reglurnar séu gegnsæjar. Í fjögur ár hef ég ítrekað viljað og gert tilraunir til að ræða þennan þátt innan veggja sjálfstæðisflokksins. Það er skemmst frá því að segja að sú tilraun hefur með öllu mistekist. Eina umræðan sem er þar í boði er að íslenska kvótakerfið sé það besta í heimi. Ef einhverstaðar hefur verið slegin skjaldborg. Er það skjaldborg sjálfstæðisflokksins í kringum LÍÚ. Þetta er þyngra en tárum taki. Í garði sjálfstæðisflokksins er ekki jarðvegur til að ræða málefni sjávarútvegsins. Garðurinn er stútfullur af arfa sem á eftir að reita.     
mbl.is Stefna kaupanda og seljanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver skildi vera Íslandsmeitari í faginu?

Reglulega áætlar lögreglan hversu miklu hún nær af eiturlyfjum af áætluðum innflutningi. Aldrei hef ég heyrt Fiskistofu áætla hversu miklu hún nær af áætluðum afla lönduðum framhjá vigt. Hvað ætli að þessi skítaslatti sé mörg prómill af áætluðum stuldi úr sameiginlegri auðlins? Hverjir skildu vera Íslandsmeistarar í faginu? Skildi vera fríhöfn á Reykjanesskaganum, þar sem landað er á nóttinni? Skildi Nesfiskur vera Íslandsmeistarinn ? Eða er það hugsanlegt að það sé Saltver? Það kæmi ekki á óvar að þessir sérfræðingar berðust um toppinn.   


mbl.is Lágmark að vita hverjir landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað svo?

Hvað gerist efir að fólk hefur tekið þessa erfiðu en eðlilegu ákvörðun? Fjölskyldan fer á vanskilaskrá. Credit Info dokumentar þetta hjá sér. Ef síðan þessi fjölskylda ætlar að fá eðlileg bankafyrirgreiðslu sem fylgir því að reka fjölskyldu í dag þá poppa upp þessi syndaregistur hjá credit info og bankarnir segja. " Samkvæmt skrá Credit info er ykkur ekki treystandi". Sömu bankar og skiptu um kennitölu haustið 2008. Þetta er þyngra en tárum taki. Í stað þess að fólk fái (áfalla)hjálp. Eru látnir líða mánuðir og ár áður en tekið er á vandanum. Í mínu huga stendur sú spurning eftir af hverju við íslendingar,  höfum látið  þetta ganga yfir okkur í allan þennan tíma án aðgerða. 


mbl.is Hætta að greiða af verðtryggðu láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirtæki í forystu.

Um það verður sennilega ekki deilt að Samherji er í algjörri forystu  Íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hér á landi. Fyrirtæki sem kunna að meta þátt starfsmanna sinna í velgengni á þennan hátt mættu vera fleiri hér á landi. Kannski væri það messunnar virði að ræða þátt starfsmanna í rekstri fyrirtækja og í framhaldi af því hver er besta samsetningu á heinarhaldi.


mbl.is Samherji greiðir 370.000 kr. launauppbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þyngra en tárum taki.

Það er með ólíkindum þessi niðurstaða sjálfstæðismanna í NV. Eigum við ekki líka að fá Davíð Oddson aftur í seðlabankann, Árna Matt aftur í fjármálaráðuneytið. Stilla þessu upp eins og var þegar allt hrundi yfir okkur. Árni Matt hafði vit á að koma sér frá stjórnmálum Einar Kr. ekki. Ég lít fyrst og fremst á þetta sem skandal innan sjálfsæðisflokksins. Einar er vænn og góður drengur en málið snýst ekkert um það. Að sjálfstæðismenn stefni þessum manni til framvarðarstöðu innan sjálfstæðisflokksins er bein ögrun.
mbl.is Einar verður í fyrsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla sjallar í NV að ögra landsmönnum.

Í prófkjöri gefst hinum óbreytta liðsmanni tækifæri á að stilla upp því liði sem hann/hún telur sigurstranglegast í komandi alþingiskosningum. Einar Kr. var undir árum í þeirri ríkisstjórn sem reri fram af brúninni með þeim hræðilegu afleiðingum sem kunn eru og eru enn að koma fram. Einar Kr. var sjávarútvegsráðherra í þeirri ríkisstjórn. Verð á aflaheimildum fóru upp í hæðsu hæðir. Einar sá ekki ástæðu til að lyfta litlafingri til aðgerða og eða spyrja spurninga. Einar Kr. var aðeins framlenging á armi LÍÚ í ríkisstjórn. Nú þegar við horfum í augun á börnunum okkar og biðjum til góðra vætta um vonina fyrir íslenskt samfélag, ætla þá sjálfstæðismenn virkilega að senda okkur þennan sama Einar Kr. í framvarðarsveit sjálfstæðisflokksins. Það jafngildir því að slökkva á voninni.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband