Árni samur við sig.

"Sjómenn eru ekki þátttakendur í velsæld samfélagsins. Þeir eru að stíga ölduna til þess að afla samfélaginu tekna" segir Árni Johnsen. En hvað með kennara, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, lækna, rafvirkja,múrara,smiði,verslunarfólk,bílstjóra,verkamenn, rakara, og bakara. Eru þessir aðilar ekki að afla samfélaginu tekna? Af hverju taka sjómenn ekki þátt í velsæld samfélagsins? Eru þeir ný hættir því ? Stundum er erfitt að skilja Árna, ég held að það sé einhver tæknilegur galli í þessari speki Árna Johnsen.
mbl.is „Eiga að hljóta styrki fyrir að stíga ölduna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu leggja allar þessar stéttir sitt af mörkum til samfélagsins en mér finnst sem sjómaður að fólk verði aðeins að kynna sér málið betur varðandi þessa umræðu. Það er á hreinu að fáar eða jafnvel engar stéttir í landinu hafa tekið á sig eins mikla launalækkun undanfarin misseri og sjómenn, sjómenn borga olíuna á skipin og eru langdvölum fjarri fjölskyldum sínum og mér finnst þetta hreinlega prinsippmál að halda þessum afslætti. Sú fullyrðing að sjómenn séu upp til hópa hátekjumenn er einfaldlega röng þar sem alltaf eru tekin dæmi af örfáum mönnum sem hafa há laun til sjós.

Þráinn (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 13:26

2 identicon

Þeir taka ekki þátt í velsæld samfélagsins af því að þeir eru alltaf að heiman, það er Árni J að segja þarna, ekkert rosalega flókið við það, ætli meðal sjómaður sé ekki 250 - 300 daga á ári á sjónum, ég myndi áætla það, þannig að ljóst er að sjómaður nýtur ekki velsældar samfélagsins.

Andri (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 13:29

3 identicon

Það kemur lítið til af gjaldeyri frá þessum hópum sem þú telur upp og því skapa þeir þjóðfélaginu ekki tekjur í þessu samhengi.

Sjómenn eru alla jafna á sjó 8 mánuði á ári (dag sem nótt),  þannig að það má færa rök fyrir því að þeir taki ekki jafn mikinn þátt í "velsæld" í landi.

Jói (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 13:30

4 identicon

...jamm, það eru greinilega margir til í að upplýsa þig um sjómennskuna ;-)

Joe (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 13:31

5 identicon

Þekki engan sjómann sem ekki tekur þátt í velsæld þjóðfélagsins.Hvaða sjómaður er 8mánuði á sjó á ári?. Á stóru skipunum er einn túr í landi og einn á sjó. Það eru tæpir 6 mán á sjó. Ég sé ekki ástæðuna fyrir því að almennir skattgreiðendur greið sjómönnum laun, það er hlutverk vinnuveitanda þeirra. Sjómenn eiga að hafa góð laun, ekki af því að þeir eru að vinna eitthvað merkilegri störf en aðrir sem byggja þetta land.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 13:45

6 identicon

Nú er ég ekki sjómaður en hef átt mann á sjó.Þú þarft að kynna þér málið betur Egill.Ég sé að þú horfir bara á þá  sem eru á frystitogurunum, en ekki einu sinni þeir allir eru að róa einn og frí í einn.Það er fullt af sjómönnum sem er á sjó 8 mánuði og meira á ári.Það er minni hlutinn sem er í 6 mánuði.

Ég skil ekki þessa öfund út í það að sjómenn hafi skattafslátt.Þeir nota ekki sömu þjónustu og við hin frá samfélaginu.

 ég held að menn ættu frekar að líta til þeirra sem eru á ríkisspenanum.Fá margfalt meira á dag ef þeir fara út fyrir sitt póstnúmer.Það finnstmér brjálæði.Sjómenn fá 980 kr á dag.Og þar á móti eru þeir að borga olíu á skipin.Ég skil ekki þessa umræðu.Mér finnst hún fáránleg og fer aðallega fram af þeim sem ekkert þekkja til.

Hólmfríður (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 14:17

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Eg skil ekki af hverju sjómenn rísi nú ekki upp og heimti olíusjóðinn af? Af hverju hafa sjómenn kokgleypt það að borga olíuna á flotann? Það þorir engin að gera neitt ef  að útgerðin á í hlut. Það er tekin 20-30% af aflaverðmætinu í olíusjóð útgerðar áður en skipt er til manna. Þetta væri góð kjarabót. Sjómenn eiga að vera á góðum launum þeirra vinna krefst þess, og ekki mæli eg á móti því að þeir fái uppbót á laun sín, en mér finnst að það eigi ekki að koma frá stjórnvöldum, þeir eru með sína vinnuveitendur sem eiga að sjá um þessi mál.

Bjarni Kjartansson, 21.12.2009 kl. 14:29

8 identicon

Ef það er staðföst ákvörðun meirihluta Alþingis að afnema sjómannaafsláttinn, þá þarf eitthvað að koma í staðinn! Ef ekki þá sigla sjómenn í land, þeir láta ekki bjóða sér svona framkomu og eiga það heldur ekki skilið!

Þeir sem starfa í landi fá dagpeninga greidda ef þeir þurfa að ferðast eða vinna fjarri heimili sínu. Engin önnur stétt þarf að taka þátt í rekstrarkostnaði þeirra fyrirtækja sem þeir starfa hjá! Hvað mundu kennarar segja ef þeim yrði gert að greiða beina hlutdeild í kostnaði við rekstur skólanna, nú eða starfsmenn í álverum, ef þeir þyrftu að greiða hluta af raforkukostnaði álversins? Þótt sjómenn búi við hátt fiskverð ( í ÍSK) í dag, þá er ekki langt síðan að ISK var mjög hátt skráð og sjómenn ekkert of sælir af sínu.  Sjómenn á hinum norðurlöndunum búa allir við mun hagstæðara skattaumhverfi en íslenskir sjómenn.

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 14:40

9 identicon

Það má kannski einnig benda á hversu mikilvægir sjómenn eru fyrir þjóðarbúið að þegar sjómenn hafa farið í verkfall til að krefjast betri kjara frá útgerðinni þá hafa yfirvöld sett á þá lög til að skikka þá út á sjó. Það hlýtur að segja okkur að þeir eru betri en enginn.

Guðmundur (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 14:52

10 identicon

Ég vil benda þeim sem eru að agnúast út í þátttöku í olíkostnaði á að sjómenn fá hlutdeild í söluverðmæti á afla.  Ef sjómenn taka ekki hlutdeild í kostnaði gætu þeir þá ekki allt eins verið á tímakaupi og útgerðin tekið á sig allan kostnað og áhættu en að sama skapi borið meir úr býtum?

Jói (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 14:53

11 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Af hverju koma hér allir fram undir ( IP-tala skráð )  og engin  mynd. Allir svona feimnir, eða í felum? Eg skil það mæta vel. Eg þekki sjómenn, þeir eru ekki gjarnir á að trana sér fram.  Jói IP-tala: Það væri glæsilegt að fá það fram að sjómenn yrðu á tímakaupi og fengju dagpeninga eins og aðrir sem vinna fjarri heimili sínu. sjómannaafslátturinn mætti þá bara fara, hann er svo sem ekki  mikill.

Bjarni Kjartansson, 21.12.2009 kl. 16:26

12 identicon

Tengin launa sjómanna við olíuverð er partur af þeirra launakerfi. Þannig njóta sjómenn góðs af því ef olíuverð lækkar á sama hátt og laun þeirra lækka ef olíuverð hækkar. Þetta sama á við um fiskverð. Ef afurðaverð hækkar þá hækka laun sjómanna , en ef markaðir falla þá lækka launin. Sjálfur hef ég verið á sjó og tel mig þrátt fyrir það hvorki vita meira eða minna um launakerfi og uppbyggingu þeirra en aðrir. En að taka olíuþáttinn út og segja að sjómenn greiði olíuna á skipin er idiotíst. Það er erfitt að segja hvernig það besta launakerfið væri til sjós. En að mörgu leiti er launakerfi sjómanna gott en umfram allt eiga þeirra launagreiðendur að greiða þeim laun, þau eiga ekki að koma úr ríkissjóði. Að markaðsetja störf sjómanna sem þá  ímynd að sjómannsstarfið sé eitthvað merkilegra en önnur störf er fráleitt. En markmið á að vera þetta. Laun sjómenna eiga að vera góð og í samræmi við önnur störf í þessu landi. 

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 16:53

13 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Ég sem sjómaður væri sko mikið til í að fara á tímakaup, þá fyrst yrðum við á góðu kaupi, næturvinnukaup marga sólahringa í viku, af hverju? Jú, vökulöginn eru margbrotin í hverjum túr, það er alltaf farið með sjómanninn eins og þræl!

Þið sem ekki hafið verið á sjó, vitið ekkert hvað þið eruð að tala um, sjómennskan er ekkert grín.

Helgi Þór Gunnarsson, 21.12.2009 kl. 17:32

14 identicon

Hefur einhvern tíma verid ad marka thad sem thessi blessadur madur segir?  Ef sjómenn eiga svo mikid bágt...thá eiga their bara ad skella sér í land og haetta ad skaela. 

Svo á ad afnema kvótakerfid.  Mesta rán í sögu landsins í bodi Sjálfstaedisflokks og Framsóknarflokks. 

Halló HALLÓ HALLÓ!!! (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 15:57

15 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Ef það er einhver stétt sem bítur á jaxlinn og þegja þá eru það SJÓMENN!!!!!!!

Helgi Þór Gunnarsson, 22.12.2009 kl. 18:09

16 identicon

Ég var nú á sjó í 16 ár og er ekkert mjög langt síðan ég hætti á sjó.  Ég hef aldrei verið í skipsplássi þar sem ég hef verið í fríi meira en 2-3 mánuði á ári.  Þótt að á mörgum frystitogurum sé orðið fríjakerfi og róinn annar hver túr að þá á það alls ekki við um mörg skip.  Á sumum frystitogurum er róið 2 túra og einn í frí.   Þegar ég var á ísfisktogara að þá var allgengast að menn réru 3-5  túra og svo einn í frí.  Svo var ég nokkur ár á neta- og línubát og var hann gerður út 10-12 mánuði á ári.  var þar í 5 ár og tóku menn að jafnaði frítúr með 2-4 mánaða millibili.  Ég tók 5 eða 6 róðra frí á 5 árum.  Þannig að það er mjög mikil alhæfing að segja að sjómenn séu aðeins að vinna 6 mánuði á ári.

Frystitogarar..... c.a. 25-40 dagar á sjó (max 42)

Ísfisktogarar..... c.a. 4-12 dagar á sjó (max 14)

togbátar........... c.a. 2-7 dagar á sjó (max 10-14)

beitingarvélabátar   2-7 dagar á sjó (max 10-14)

netabátar.............  1-5 dagar á sjó (max 7-10)

línubeitingartrillur 1-2 dagar á sjó (flakkað um landið, oftast 10-12 dagar að heiman í einu)

Ef við tökum smá dæmi af því hvað liggja margar vinnustundir að baki einu ári hjá vinnandi fólki.

t.d. vinna 8 tímar á dag x 5 daga vikunar x 52 vikur =  2080klst

- frídagar rauðir dagar, 13 dagar -104klst og eftir standa = 1976klst

- 4-6 vikur í sumarfrí 4v x 8klst =160klst/ 6v x 8klst = 240klst = 1816/1736

Þannig eru unnir 1736-1816klst á ári miðað við enga yfirvinnu

Sjómaður(frystitogari 1/1kerfi) 12klst á dag x  34 daga túr x 5 túrar á ári = 2040klst

Sjómaður 2/1kerfi 12klst á dag x 28 daga túr x 9 túrar = 3024klst

línubeitingarvél 2x6klst á dag x  252 dagar á ári = 3024klst

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 14:39

17 identicon

Svo er hérna smá dæmisaga um dagpeninga og sjómannaafslátt.

Ég var lengi að vinna á línubeitingarvélatrillu frá Stykkishólmi og var meiri hluta ársins róið utan heimahafnar og vorum við mikið í Skagafirði.

Við þurftum að ferðast til og frá heimabyggð á þann stað sem við vorum að róa þegar við tókum helgarfrí. Útgerðin bar kostnaðinn af ferðalögunum en við sáum um uppihald okkar sjálfra á ferðalaginu á eiginn kostnað. Þá daga sem við vorum að róa keyptum við okkur oftast mat og elduðum á kvöldin, auk þess sem við höfðum með okkur nesti í sjóferðirnar.  Við fengum fæðispeninga (1000kr á dag) frá útgerðinni og greiddum af þeim tekjuskatt og af matvörunum var greiddur vsk eins og hjá öllum öðrum.  Svo fengum við sjómannaafslátt sem var 874kr á dag.

Ef ég hefði verið t.d. að vinna hjá smíðafyrirtæki með starfsstöð í Stykkishólmi en verið að byggja hús í Skagafirði hefði verið hægt að borga mér hluta launa minna sem dagpeninga og þá hefði sá hluti verið skattfrjáls.  Ef einstaklingur fær greidda dagpeninga yfir ákveðinni uphæð á ári getur hann þurft að sýna kostnaðarreikninga á móti og greiðir því einungis skatt af upphæð sem hann fékk greiddan umfram kostnað.

Þannig segi ég að ef útgerðir hætti að greiða fæðispeninga og greiði þá sem dagpeninga þá muni það kosta ríkið meiri pening í formi skattafsláttar en ef sjómenn hafa bara sjómannaaslátt.  En ef eitthvert réttlæti á að vera á auðvitað að fella niður sjómannaafsláttinn og taka upp dagpeningakerfi handa sjómönnum svo þeir verði jafn réttháir og aðrar starfstéttir landsins.

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 14:54

18 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Þorsteinn Bjarki, þakka þér fyrir að þessi rök, þetta er vel sett upp hjá þér, og ég er þér hjartanlega sammála, það væri munur ef allir sjómenn væru svona sammála og við.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 28.12.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband