Ég þekki eina sem fagnar endalokum Icesave.

Það getur verið erfitt að eiga pabba sem er fréttafíkill og vera ellefu ára og hafa fengið upp í háls af Ice-save. En þannig er farið hjá dóttur minni. Það er svo greinilegt að hún er búinn að fá svo mikið meira en nóg af þessu  Ice-save rugli. Þannig hefur Ice-save fréttum verið helt yfir þessa stelpu, sem gerir sér ekki grein fyrir um hvað málið snýst. Með ámáttlegum skýringum hef ég verið að reyna að útskýra um hvað málið snýst. Staðreyndin er sú að færustu menn, lærðir og leiknir eru ekki sammála hvernig málið liggur og hvað skal gera. Hvernig í ósköpum á þá ellefu ára stelpa að skilja þessa vitleysu. En það er ekki nóg með að við fullorðna fólkið séum að æra börnin okkar með Icesave, við ætlum líka að láta þau borga Ice-save. Einn kosturinn við við afgreiðslu Icesave er að þá fá börnin okkar frið fyrir þessu rugli sem okkur var komið í. En þetta sannar það rækilega að það er auðveldara að rata inn í vitleysuna en út úr henni.   
mbl.is Hávaði gegn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef okkar kynslóð axlar þessa ábyrgð og leggur megináherslu á að vinna að endurreisninni, opnu samfélagi og hagvexti til að standa undir opinberri skuldabyrði næstu 15 árin er von til þess að dóttir útskrifist úr námi inn í samfélag sem býður henni fjölbreytt starfsval, góð lífskjör og velferðarkerfi.

Ef okkar kynslóð freistar þess að komast undan því að taka þessar byrðar nú er þeim velt inn í framtíðina enda alger óvissa um alla endurreisnarmöguleika okkar við slíkar aðstæður. 

Andspænis tveimur vondum kostum þá reynir að maður að taka þann sem er skárri fyrir börnin sín. Ég tel einangrun landsins og endalok endurreisnaráætlunarinnar nú vera ávísun á áratuga fátæktargildru fyrir börnin okkar. Flótti okkar öflugustu og framsæknustu fyrirtækja yrði högg sem við tækjum ekkert létt. Ég er því að búa mig undir að herða ólina og hlífa mínum börnum eins og hægt er, bæði við þeim harða vetri sem framundan er og því að þurfa að bera afleiðingar hrunsins um langa framtíð.

Arnar (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 13:29

2 identicon

Arnar þetta er arfasök röksemda færsla hjá þér.  Hvað er svona gott við það að taka á okkur skuldbindingar sem við getum augljóslega ekki staðið við?

Og hvað er svona vont við að gera það ekki.

Komdu nú með rökin ekki bara einhvern bévítans hræðsluáróður.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband