Innrás í karlaklefann.

Þegar ég var í sundi fyrir nokkrum dögum í Laugardalnum og var að klæða mig eftir pottalegu og sundtúr birtist kona inni í karlaklefanum. Konan labbaði nokkuð vasklega inn í klefann en hefur eflaust fundist eitthvað vera öðruvísi. Hún snéri síðan við þegar hún áttaði sig á að hún var í röngum klefa. Ekkert uppistand varð í karlaklefanum við þessa óvæntu heimsókn konunnar. Menn héldu áfram að klæða sig eins og ekkert í hafi skorist. Eftir að konan var farinn út leit ég yfir klefann til að sjá hver klæðastaðan var almennt. Ég myndi áætla að meðalklæðastaðan hafi verið brók og bolur. Það má segja að hún hefði getað verið verri, eða betri eftir hvernig á er horft. Ég hafði ímyndað mér að ef þetta gerðist þá myndi kona jesúsa sig og hoppa hæð sína ef hún væri kominn inn í miðjan karlaklefann. Nei, þessi leit ofurrólega yfir eins og hún væri á hrútasýningu á ströndum og labbaði síðan út þegar hún hafði áttað sig. Í Árbæjarsundlaug í kvöld fór ég að velta því fyrir mér hver viðbrögðin væru ef karl labbaði óvart inn í kvennaklefann. Skildi karlinn jesúsa sig? Eða hver væru viðbrögð kvennanna? Ef ekki hefði komið helvítis kreppan og háskóli verið kominn inn á alla firði svipað því þegar skutogararnir komu, hefði verið upplagt að gera rannsókn á þessu. Ég sé fyrir mér góða b.a. eða jafnvel masters ritgerð sem héti. "Mismunandi viðbrögð karla og kvenna við að fara í rangan klefa í sundi" Ég er viss um að það væri hægt að stunda miklar rannsóknir á þessu viðfangsefni. Hugsanlega gæti komið út úr sona rannsókn að jafnrétti væri ekki stærðfræðilega mögulegt þar sem kynin væri svo ólík í eðli sínu. Hver veit nema að sá tími koma að einhver taki þetta verkefni fyrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi kona hefur örugglega verið sjúkraliði eða hjúkka.....

Ína (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband