Af hverju hefur ekki eitt kíló af þorski verið gerður upptækur?

Við lestur á þessum aflatölum kemur upp í hugann, af hverju nýju bankarnir hafi ekki leyst til sín eitt kíló af kvóta.  Það er vitað að menn voru að kaupa þorsk kvóta á 3500-4000 kr/kg og tóku til þess lán í evrum þegar evran var ca 85 kr. Það er kristal tært að þetta kíló í dag nær langt í frá að borga vextina af þessu láni. Hvað þá að til sé fyrir  kostnaði við að ná í þetta kíló út á sjó. Umburðalindi bankanna kemur mér á óvart. Agnes Bragadóttir greindi frá einu útgerðafyrirtæki í Grundarfirði sem veðsetti kvótann fyrir miljarða og tapaði síðan öllu. Þetta fyrirtæki skipti um kennitölu og kvótinn er veiddur af sama báti og sömu útgerð og áður. Ég hallast að því að bankarnir (nýju) vilji ekki leysa til sín kvóta í ljósi þess hve umræðan um kvótakerfið er eldfim í íslensku þjóðfélagi. Hvað eiga þeir að gera við kvótann sem þeir leysa til sín? Lána einhverjum öðrum fyrir honum? Á hvaða verði eiga síðan bankarnir að selja hann? Ég hef það á tilfinningunni að bankarnir forðist það eins og heitan eldinn að fá kíló af kvóta inn á borð til sín.
mbl.is Heildarafli eykst um 55%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þakka þér fyrir athyglisverða grein,og þetta með kvótann og kröfuhafana,skyldu erlendir kröfuhafa verða feimnir við að innleysa veðin til sín?því veðin í kvótanum hlýtur að fylgja´til nýrra eigenda,þeir samþykkja varla að skilja verðmætustu veðin eftir í höndum skilanefnda?

zappa (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það er eins og Sappa segir, Íslensku bankarnir hafa ekkert með þetta mál að gera. Það eru erlendir kröfuhafar, aðallega Deutche Bank sem eiga öll lán sem hvíla á íslensku sjávarauðlindinni. Þeim liggur ekkert á. Þeirra markmið er alls ekki að fá þessi lán greidd upp heldur mjólka arðinn af sjávarauðlindinn næstu áratugina gegnum ótrúlega háa vexti sem eru á þessum lánum. Trúlega eru mikið af þessum lánum þannig að ekki er hægt að greiða þau upp í einu lagi.

Þannig eiga erlendir lánadrottnar í raun auðlindina og fá af henni allan arð næsta aldarfjórðunginn eða lengur. Íslenskur sjómenn eru síðan á lúsarlaunum að nytja sjávarauðlindina fyrir þessa lánadrottna.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband