Ég óska Ásbirni til hamingju.

Það gladdi mig að Ásbjörn skildi hafa það á endasprettinum og enda í fyrsta sæti. Ég þekki ekki Ásbjörn en óska honum til hamingju og velfarnaðar í þeim erfiðu störfum sem framundan eru. Ég bloggaði í dag og var harðorður í garð Einars Kr.  Störf fyrir sjálfstæðisflokkinn eiga að vera eftirsótt af duglegu fólki. Við sem styðjum og kjósum flokkinn eigum líka að gera miklar kröfur. Kunningjakerfi og pólitískum stöðuveitingum á ekki að líða. Ég var að horfa á fréttaaukann í ríkissjónvarpinu þar sem sjávarútvegsstefnan var okkur ekki til framdráttar. Þessi Norski þáttur um bleika gullið ætti að vera okkur til umhugsunar. Hvernig við mokum upp kolmunanum í bræðslu sem síðan fer í að fóðra laxinn. Af hverju veiðum við ekki kolmunann og nýtum hann til manneldis? Það er af því að við eigum ekki skip í það. Færeyingar fengu nýtt skip nú í janúar 2009. Þetta skip sem ber nafnið Nordborg er smíðað í Chile og er hátæknivætt. Sennilega eitt það fullkomnasta fiskveiðiskip sem siglir á heimshöfunum í dag. Fullbúið til veiða á síld, loðnu og makríl. Afli sem gengur úr við vinnslu fer í fullkomna bræðslu sem er um borð. Hvernig sjávarútveginum hefur verið stjórnað síðustu ár í tíð okkar sjálfstæðismanna er sorglegt. Greinin hefur skuldsett sig upp fyrir haus. Síðan hafa þeir fjármunir farið í að versla með aflaheimildir hver af öðrum. Ekki í að byggja upp nýjan flota eða ný fiskiðjuver. Samherji áformaði að byggja tæknivæddasta og eða fullkomnasta fiskiðjuver í heimi. En hætti við. HB Grandi ætlaði að byggja fullkomið fiskvinnslufyrirtæki á Akranesi. En hætti við. Verkefnið í sjávarútvegsmálum í dag er að byggja upp sjávarútveg sem við getum verið sæmilega stolt af. Það er verkefni þeirra manna sem eiga að taka við. Það er verkefnið sem Ásbjörn Óttarsson á að vinna að í næstu framtíð.
mbl.is Ásbjörn vann baráttuna við Einar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sævar Jónsson

Hér koma krækjur á upphaflegau þættina um Bleika guulið:

http://svt.se/svt/jsp/Crosslink.jsp?d=106354&a=1473071&lid=puff_1474460&lpos=extra_0

og einnig í seinni hlutanum í  þætti  9 af 22,  tími 34:10,

  http://svtplay.se/v/1477397/uppdrag_granskning/del_9_av_22

 

Jón Sævar Jónsson, 23.3.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband