En þá missum við völdin.

Síðustu áratugur hefur einkennst af sameiningum. Allt mögulegt var sameinað. Rökin voru, þá fáum við stærri og sterkari einingu. Þekktar eru sameinigarnar í sjávarútvegi. Raddir sem sögðu að við sameininguna missum við í bænum forræðið og völdin yfir atvinnutækjum okkar, voru hjóm eitt í hagræðingar útskýringunum. Við eigum að hlekkja okkur saman til að búa til sterkari einingu, var sagt. Nú er umræðan að hlekkja okkur saman við nágranna okkar  í Evrópu sem mynda bandalag Evrópuþjóða. Rökun eru þau sömu. Sameiginlega erum við sterkari heild og eigum meiri möguleika til aukinnar velsældar. En þá hrópa þeir sem voru hvað duglegastir í að sameina. "Eruð þið frá ykkur, þá missum við völdin" 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Við sáum hvað sameiningar eins útgerðarfélags var duglegt við að leggja niður smáþorp.

Offari, 5.1.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband