Páfinn, biskupinn og presturinn í Seljakirkju.

Allir þessir heiðurs menn minntust á gildi sem hafa á síðustu misserum orðið undir fyrir gildunm græðgi og ofríkis fámenns hóps á kostnað fjöldans. Í messu á aðfangadagsköld leiddi ég að því hugann hvort það væri kannski kristileg gildi sem gætu bjargað okkur út úr því fari sem við erum í núna. Í þýskalandi er öflugur flokkur sem er kristilegir demókratar. Þýskaland er sú þjóð sem hefur sokkið hvað dýfst í kreppu síðust áratuga. Þeir hafa síðan reist við sína þjóð og komið henni í fremstu raðir siðmenntaðra þjóða. Að fara fram með sömu flokka, sama flokkakerfið og jafnvel sömu forystumenn þessara flokka, væri blinda á þær aðstæður sem við erum í. Við getu spurt okkur að því hvort það eru kristileg gildi ef fámennur hópur segir "þessi auðlin er okkar og aðrir verða halda sig frá henni". Þá er sama hvað auðlin það er, lífríki sjávar, orka vatnsins, vatnið, hitinn í jörðu o.sf.v. Það sorglegasta við það fyrirkomulag græðgi og ofríkis sem við höfum horft uppá síðustu misseri er að þeir fátækari og þeir sem hafa verið á mörkum hungurs, hefur fjölgað. Á sama tíma og ofsaríkum fjölgar í heiminum. Lítil þjóð eins og Ísland getur með góðu móti snúið þessu við og gert gömul og góð kristileg gildi að sínum og komist í fremstu raðir meðal siðmenntaðra þjóða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband