Siðblinda útgerðarmanns.

Þennan morgun sótti ég fund sjálfstæðisflokksins um atvinnumál. Fundur til undirbúnings landsfundar. Ég settist að sjálfsögðu við borð þar sem merkt var "sjávarútvegsmál". Það verður að segjast eins og er að hópurinn var með eindæmum einsleitur með Friðrik Arngrímsson í boroddi fylkinga. Það er í raun útiloka að reyna að koma að einhverri nálgun um nýja hugsun í sjávarútvegi. Tónninn er skýr þetta er svo gott í dag að það hálfa væri nóg. Þá tók steininn úr þegar útgerðamaður af suðurnesjunum lagði orð í belg. Maður sem liggur undir grun að hafa gerst sekur um stórkostlegan stuld úr þessari sameiginlegu auðlind okkar sem er fiskurinn í sjónum( upp á hundruði milljóna). Sami maður og veðsetti kvótann sinn og fór með peningana inn í Sp.kef. Gerðist þar stjórnarformaður og komst til valda. Á hans tíma í sp.kef jóks liðurinn í bókhaldi sparisjóðsins sem heiti lán til skyldra aðila um meira en 6000%. Lagði sparisjóðin í þvílíkar rústir að tugir miljarða leggjast á almenning í þessu landi . Þessi sami maður er búinn að taka við kvóta nú fyrir nokkrum dögum frá ríkinu upp á meira en 2 miljarða króna. Mætir síðan á fund hjá sjálfstæðisflokknum til að marka stefnuna inn í framtíðina. Og hver er málflutningur hans fyrir því að engu megi breyta? Hræðsluáróður um bæjarútgerðir eins og þær voru reknar hér á árunum áður. Ég lít fyrst og frem á svona menn sem mein á sjálfstæðisflokknum sem þarf að skera frá. Siðblindan er algjör. En svona menn mæta fyrstir á fundi um stefnumótun innan flokksins og segja að engu þurfi að breyta. Þetta kerfi sem við vinnum eftir í dag þarfnist engra breytinga. Mér verður óglatt þegar ég rifja það upp að svona menn hafa sterk ítök í íslensku þjóðfélagi. Bæði í gegnum sjálfstæðisflokkinn og sem stjórnarmaður í LÍÚ. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Egill Jón, gamli skólabróðir og vinur.

Gott hjá þér að vekja athygli á þessu svínaríi.

Það gengur ekki ef að Sjálfsstæðisflokkurinn vill láta taka sig alvarlega og vera umbótafl í íslensku þjóðfélagi að hanga á þessari óréttlátu fisveiðistefnu.

Það verður að koma grasrót flokksins að þessu máli alveg eins og ESB málinu og þá neyðist forystan til að breyta stefnunni, því að meirihluti hinna almennu kjósenda Sjálfsstæðisflokksins er ekki með þessari óréttlátu sjávarútvegsstefnu, það þori ég að fullyrða, þó ekki sé ég Sjálfsstæðismaður.

Ég vona að þú gerir þitt til þess að koma vitinu fyrir flokkinn ef þú ferð á næsta Landsfund hans. Gangi þér vel.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 10:34

2 identicon

Heill og sæll. Það er ágætt að rifja það upp hver stofnaði Bæjarútgerð Reykjavíkur. Það var Bjarni Benediktsson sennilega einn mesti stjórnmálaskörungur síðustu áratuga. Það var mat Bjarna á þeim tíma með hagsæld Reykvíkinga í huga að best væri að stofna bæjarútgerð. Ég efast ekki um að þetta var rétt ákvörðun á þeim tíma. Það var líka rétt ákvörðun Davíðs Oddsonar að selja BÚR. Nú erum við líka á krossgötum og þurfum að kalla fram nýja hugsun og spyrja spurninga. Þá fara menn á sömu krossgöturnar og Bjarni Ben var á þegar hann stofnaði BÚR og spyrja, eigum við að stofna bæjarútgerðir? Auðvitað er það þyngra en tárum taki að þegar reynt er að koma umræðuni á það stig að ræða hvort ekki séu til betri leiðir, þá er umræðan kæfð í fæðingu m.a að siðblindum mönnum sem ég vitna til hér að ofan. Þeir mæta alltaf á fremst bekk á þá fundi sem skipta máli um stefnumótun. Ef sjávarútvegurinn væri fótboltalið þá þyrfti að skipta um þjálfara og megnið af leikmönnunum. Að sjálfsögðu eru margir góðir leikmenn inni á vellinum en sumir eru meira en ónýtir og útbrunnir.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband