Mælikarði á getu- og stjórnleysi stjórnmálamanna.

Afleiðingin af efnahagshruninu 2008 varð stórkostlegur eignabruni almennings. Æfiafrakstur þúsunda manna og kvenna varð af engu. Þeir sem báru ábyrgð á þessu númer eitt tvö og þrjú  voru bankarnir. Bankarnir voru reistir úr rústum með sjóðum almenning. Nú er það að gerast í okkar þjóðfélagi að á sama tíma og almenningur , fjölskyldurnar í landinu er að berjast fyrir fjárhagslegu sjálfstæði eru bankarnir að sýna stórkostlega eignamyndun. Fjölskyldurnar í landinu eru  ekki að byggja upp fjárhagslega eignastöðu. Nei, frekar að berjast við að framfleyta fjölskyldunni dag frá degi. Það eru stjórnmálamenn sem eiga að setja umgjörð um líf okkar og starf. Það sama gildir um bankana. Stjórnmálamenn eiga að setja starfsreglur um starfsumhverfi bankanna á sama hátt. Þessi frétt er í mínum hug útskrif og einkunargjöf til handa stjórnmálamönnum og mælihvarði á það hversu gjörsamlega vanhæfir og getulausir þeir eru við að ráða við verkefni sitt. Ég er búinn að fá mikið meira en nóg. 


mbl.is Eignir jukust um 100 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband