Eiga nú vinirnir að fara að semja við vini sína?

Nú er lagt til að farinn verði samningaleið í sjávarútvegi. Eitt af því sem feldi íslenskt efnahagslíf var innanmorkið vinarkerfi þar sem ekki var spurt um getu og hæfi einstaklingsins heldur var frekar spurning um blóðflokk og hverja viðkomandi þekti. Þannig var traðkað á grunn gildu sjálfstæðisstefnunnar þar sem einstaklingurinn á að fá að njóta hæfileika sinna. Ekki er lagt til að farin verði svo kölluð uppboðsleið þar sem menn geta boðið í aflaheimildir. Ég verð að játa að mér var óglatt við að hluta á Einar k. í Kastljósinu í gær. Skilaboðin eru einföld. Við skulum hafa þetta nákvæmlega eins og þetta var hér fyrir hrun. Stjórnmálamenn halda greinilega að almenningur sé búinn að gleyma hvað gerðist í þessu landi. Ég held að stjórnmálamenn í dag verði að skilja það að almenningur sættir sig aldrei við "vinarkerfið " aftur. Kerfi þar sem vinir semja við vini sína kemur ekki til greina. Fyrr gerum við sem byggjum þetta land byltingu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband