Stefnan í sjávarútvegsmálum var mótuð af vonlausum bankamönnum.

Það er ekki deilt um það nú efir útkomu skýrslu Alþingis að stjórnendur bankanna voru vægast sagt ekki starfi sínu vaxnir og að öllum líkindum voru störf þeirra og starfshættir saknæmir. En hverjir voru það sem mótuðu stefnuna í sjávarútvegsmálum. Voru það stjórnvöld? Nei, það voru þessir sömu bankamenn. Öll þau nýjustu skip sem hafa verið byggð fyrir íslendinga nú síðustu ár eru lítil öflug togskip sem geta veitt nánast upp í kálgörðum. Verkefni þessara skipa er að róta upp miklu magni, setja það í gáma og selja á erlendum mörkuðum. Á bakvið þessa stefnu voru bankarnir bakhjarlinn. Ekki stjórnvöld sem voru í hlutverki áhorfandans. Hvaða hlutverk léku bankarnir í veðsetningu kvótans? Það er nákvæmlega sama fyrirkomulag og í Sterling hringekjunni. Enn voru stjórnvöl í hlutverki áhorfandans. Sorglegast af öllu eru þó að sömu stjórnvöld sem voru í hlutverki áhorfandans segja enn þann dag í dag að þetta sé fín stefna og bjóða fram krafta sína fyrir hönd þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband