Umræðuna sem vantar.

Mér finnst gjörsamlega vanta í umræðuna hvaðan þessir peningar komu sem notaðir voru til að kaupa Toyota umboðið. Magnús Kristinsson veðsetti fiskinn í sjónum til að kaupa þetta umboð. Þar með var það fiskurinn í sjónum sem átti að bera þetta lán uppi. Það er af og frá að arðurinn af fiskinum í sjónum hafi náð að borga þessi verðmæti, enda fór allt bixið til helvítis. Annað er mjög merkilegt sem fram kemur í þessu viðtali. Landsbannkinn ráðlagði þessari kona að fara með peningana úr landi, sem allir vita síðan hvar þeir enduðu. Af hverju ráðlagði LÍ ekki þessari konu að fjárfesta í íslensku sjávarútvegi. Okkur sagt að við séum best í heimi í þeirri grein. Það er vitað að allur kvótinn er búinn að skipta um hendur og hluti hans mörgum sinnum. Það er kristal tært að megnið að þessum fjármunum runnu úr landi. Síðan segja stjórnmálamenn  sem í dag eru ábyrgir fyrir þessum vanskapnaði. "Sjávarútvegurinn er að skila inn í þjóðarbúið öfugt við þjóðirnar í kringum okkur, sem þurfa að borga með sínum sjávarútvegi" Þvílíkt kjaftæði. Þetta kerfi kostaði það að þúsundir íslendinga urðu gjaldrota og enn fleiri fóru í öndunarvél bankanna. Áróðurinn er svo öflugur fyrir því að við séum með besta kvótakerfið í heimi að margir trúa því. Staðreyndin er sú að stjórnmálamenn eru umboðsmenn þjóðarinn þegar kemur að meðhöndlun á þessari þjóðarauðlind okkar þ.e sjávarútvegi. Séu til umboðssvik í mínum huga þá er það meðhöndlun stjórnmálamanna á sjávarauðlindinn síðustu áratugi. Það er vert að rifja það upp að margir menn sitja nú í fangelsum, dæmdir fyrir umboðssvik.


mbl.is Staðreyndirnar virtust litlu skipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband