Umræðuna sem vantar.

Mér finnst gjörsamlega vanta í umræðuna hvaðan þessir peningar komu sem notaðir voru til að kaupa Toyota umboðið. Magnús Kristinsson veðsetti fiskinn í sjónum til að kaupa þetta umboð. Þar með var það fiskurinn í sjónum sem átti að bera þetta lán uppi. Það er af og frá að arðurinn af fiskinum í sjónum hafi náð að borga þessi verðmæti, enda fór allt bixið til helvítis. Annað er mjög merkilegt sem fram kemur í þessu viðtali. Landsbannkinn ráðlagði þessari kona að fara með peningana úr landi, sem allir vita síðan hvar þeir enduðu. Af hverju ráðlagði LÍ ekki þessari konu að fjárfesta í íslensku sjávarútvegi. Okkur sagt að við séum best í heimi í þeirri grein. Það er vitað að allur kvótinn er búinn að skipta um hendur og hluti hans mörgum sinnum. Það er kristal tært að megnið að þessum fjármunum runnu úr landi. Síðan segja stjórnmálamenn  sem í dag eru ábyrgir fyrir þessum vanskapnaði. "Sjávarútvegurinn er að skila inn í þjóðarbúið öfugt við þjóðirnar í kringum okkur, sem þurfa að borga með sínum sjávarútvegi" Þvílíkt kjaftæði. Þetta kerfi kostaði það að þúsundir íslendinga urðu gjaldrota og enn fleiri fóru í öndunarvél bankanna. Áróðurinn er svo öflugur fyrir því að við séum með besta kvótakerfið í heimi að margir trúa því. Staðreyndin er sú að stjórnmálamenn eru umboðsmenn þjóðarinn þegar kemur að meðhöndlun á þessari þjóðarauðlind okkar þ.e sjávarútvegi. Séu til umboðssvik í mínum huga þá er það meðhöndlun stjórnmálamanna á sjávarauðlindinn síðustu áratugi. Það er vert að rifja það upp að margir menn sitja nú í fangelsum, dæmdir fyrir umboðssvik.


mbl.is Staðreyndirnar virtust litlu skipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Egill ég er þér alveg 100% sammála. þeir sem seldu kvóta fengu borgað og hurfu með peningana sennilega úr landi eins og þú segir. En þeir sem keyptu kvótann fengu afskrifað. Og fólkið sem tapaði heimilunum sínum er að borga brúsann. Svo er okkur talið trú um að þetta séu klárustu útgerðarmenn allra tíma.

Ég treysti mér vel til að reka fyrirtæki með bullandi hagnaði ef ég hyrði hagnaðinn og almenningur ber kostnaðinn.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 01:15

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Magnús Kristinsson veðsetti fiskinn í sjónum til að kaupa þetta umboð.

Ég sem hélt hann hefði notað peninginn sem hann fékk fyrir að eiga frirtæki sem veiddi, vann og seldi fisk til þess.  Það hefði verið meira svona lífvænleg hugmynd, þar sem hann var jú græjaðpur til slíkra hluta. 

Landsbannkinn ráðlagði þessari kona að fara með peningana úr landi, sem allir vita síðan hvar þeir enduðu. Af hverju ráðlagði LÍ ekki þessari konu að fjárfesta í íslensku sjávarútvegi.

Vegna þess að það er fræg áhættufjárfesting.  Fiskur gefur mismikið af sér frá ári til árs, smá breytingar á lögum geta sett stöndug fyrirtæki á hausinn á skömmum tíma.  Þú átt að vita þetta líka, með aðgang að internetinu og útvarpi og slíku.

Okkur sagt að við séum best í heimi í þeirri grein.

Má vera, en það breytir ekki áhættunni.

Það er kristal tært að megnið að þessum fjármunum runnu úr landi.

Það rekur enginn útflutningsfyrirtæki öðruvísi, vegna þess að það er hér frekar fjandsamlegt viðskiftaumhverfi. 

Áróðurinn er svo öflugur fyrir því að við séum með besta kvótakerfið í heimi að margir trúa því.

Það er nóg að við séum með eina kvótakerfið.  Annars veit ég ekkert um kerfi annarra landa, annað en að önnur lönd lifa venjulega á öðru.  Matvælaiðnaður er hvergi slíkur gróða-iðnaður að heilu þjóðirnar lifi á honum.

Nema við.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.8.2016 kl. 08:50

3 Smámynd: Egill Jón Kristjánsson

Hvaða fjárfesting er áhættulaus? Sennilega vandfundin sú atvinnugrein sem er áhættulaus. Ef menn nenna að skoða stjórnun íslenskra stjórnmálamanna á þessari þjóðarauðlin er ekki erfitt að sjá að hún hefur meira einkenns af stjórnunarlegum afglöpum frekar en stjórnunarlegum mistökum. Tökum eitt dæmi. Á LME (london metal extchance) í London þar sem seld eru fjöldinn allur af verðmætum, aðalega málmum. Má þar nefna ál, Zink, Kobar og fjöldann allan af málmum. Til að markaðurinn sé sem heiðalegastur og verðmyndun sem eðlilegust eru reglur og reglugerðir upp á 235 blaðsíður. Á íslenska markaðnum þar sem seldur eru aflaheimildir  eru reglurnar engar. Um þennan markað hafa farið hundruðir miljarða. Verðmyndum hefur verið hjá kvótahöfum og bönkum. Að þetta skuli hafa verið svona eru ekki mistök hjá stjórnvöldum, frekar afglöp.

Egill Jón Kristjánsson, 28.8.2016 kl. 11:25

4 identicon

Kannski Landsbankinn hafi ráðlagt henni að fjárfesta erlendis af því að hún bjó í útlöndum á þeim tíma og hafði engar áætlanir um að koma til Íslands í bráð.

Ástæðan fyrir því að Magnús og hans fjármál eru ekki í umræðunni um Sigmund er náttúrlega sú að þau koma málinu ekkert við. Ef þú selur eitthvað sem þú átt (t.d. notaðan bíl) kemur þér ekki við hvernig kaupandinn eignaðist peningana til að kaupa hlutinn af þér.

ls (IP-tala skráð) 29.8.2016 kl. 13:56

5 identicon

Upprunni peninganna er aðalatriðið í málinu. Þetta voru peninga sem seldir voru í íslenskri sjávarauðlin sem þjóðin á. Upprunni fjárins skiptir öllu máli þegar við ræðum um hvort við búum við gott og réttlátt kerfi við að stýra þjóðar auðlind. Okkur kemur minna við hvað þessi kona sem erfði þessa peninga gerði við þá. En ég er fyrst og fremst að vekja athygli á þeirri andstæðu að okkur er sagt að við búum við besta kerfi í sjávarútvegi, samt sér LÍ ekki ástæðu til að ráðleggja þessari konu að fjárfesta eitthvað þar. En hvað þessi annars ágæta kona gerði við góssið er gjörsamlega hennar mál. Hér er fyrst og fremst að benda á hversu íslenskir stjórnmálamenn hafa stjórnað þessari auðlind síðustu áratugi.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.8.2016 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband