Loka kafli í boði bæjarstjórnar Álftaness.

Nú á að fara að skrifa lokakafla bæjarstjórnar Álftaness. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með harmsögu þessa sveitarfélags. Ég hafði að tilfinningunni á tímabili að aðalmálið í bæjarfélaginu væri hvor einn bæjarstjórnarmaður mætti byggja hús niður við sjó sem hugsanlega skyggði á annan bæjarfulltrúa. Sundurþykkið og ósamstaðan hefur verið ótrúleg í rekstri þessa sveitarfélags. Niðurstaðan er fengin, bæjarfélagið er gjaldþrota og verður stjórnað úr einni skúffu úr ráðuneytinu. Sennilega var lausnin of augljós til að bæjarfulltrúar kæmu auga á hana þ.e að Álftanes væri partur að öðru og sterkari bæjarfélagi.
mbl.is Álftanes í gjörgæslu ráðuneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband