Er Steingrímur J. að bregðast okkur?

Allir sjá hversu erfitt verkefni það er sem Steingrímur hefur fengið til úrlausnar. En mér finnst eins og Steingrímur standi ekki undir því verkefni. Hann byrjar á að finna gamlan allaballa og vopnabróðir til að semja við Breta. Hann lætur hafa  eftir sé orðrétt ."Glæsilegur endir í Icesave". Síðan leggja stjórnvöld ofuráherslu á að við verðum að vinna okkur "good will" í útlöndum. Hjá hvaða mönnum? Þeim sömu og brugðust að setja regluverk um fjármálakerfið. Viljum við sækja "good will" til Gordon Brown? Nei, bíðum eftir því að Breskir kjósendur hendi mr.Brown út úr no 10. Eina vonin er nú  að Íslenskur almenningur sýni umheiminum að við látum ekki kúa okkur. Þetta er ekki spurning um að Icesave hverfi. Þetta er spurning að birgðunum og orsökunum af lélegri stjórn vesturlanda síðustu misserin verði réttlátlega skipt. Því fyrr sem Steingrímur sér að hann er að vinna gegn þjóðarvilja, eykur það möguleika hans á að eiga pólitískt líf inn í framtíðina.
mbl.is Icesave mun ekki hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband