27.11.2009 | 11:28
Þetta endar með heimstyrjöld, sennilega þeirri síðustu.
Hvað er að gerast í Dubai? Sennilega má finna margt sameiginlegt með því sem gerðist hér á landi og því sem er að gerast í Dubai. Það óhugnanlegasta í þessu er að það er ekki hægt að rekja þessa geðveiki sem er á ferðinni, beint til kjörinna fulltrúa fólksins. Það er að verða til afl sem er ofar afli lýðræðisins. Menn í krafti auðs eru farnir að taka sér þau völd sem þeim þóknast. Afleiðingarnar eru ljósar á Íslandi og í Dubai. Afleiðingar af stjórnun þessa manna og kvenna er hrun efnahagskerfisins. Hver er þá ábirgð þessa manna ? Engin, reikningurinn er sendur til almennings. Afleiðingin þessara stjórnunar er, aukin fátækt í heiminum, meiri hungur og að öllu leiti ranglátari heimur. Haldi þetta áfram getur þetta ekki endað öðruvísi en með einni heimstyrjöld í viðbót sem verður sennilega sú síðasta.
Skuldatryggingaálag Dubai hærra en Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er einmitt hættan, að efnahagsstríð það sem nú stendur yfir þróist yfir í einhverskonar vopnuð átök. Menn hafa oft farið í stríð fyrir minni hagsmuni en nú eru í húfi.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.11.2009 kl. 13:02
Heimstyrjöldin er fyrir þó nokkru hafin. Gallin er bara sæ að engin og allir eru andstæðingar. Það er því ekki víst að gripið verði til vopna í þessu fjármála og tölvu stríði. Nema þá til þess að taka einstaka menn af lífi.
Kristján Logason, 27.11.2009 kl. 15:55
Launráðin er nú þegar hafin úti í hinum stóra heimi, Kristján. Það er samt ólíklegt að þau muni opinberast mikið í almennum fjölmiðlum.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2009 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.