26.11.2009 | 10:01
Bjartasta vonin í Icesave er indefence.
Nú er Hollendingar farnir að fjalla um Icesave í sínum fjölmiðlum. Það eina rétta er að Ólafur R. neiti að skrifa undir staðfestingu laga um Icesave. Hver yrði umfjöllun erlendra blaða og greining á niðurstöðu þjóðaratkvæðis á Íslandi um Icesave þá. Það er á hreinu að ég segði nei í þjóðaratkvæðagreiðslu. Af hverju. Af því að stjórnmálamenn á Íslandi, Bretlandi og í hinum vestræna heimi sköpuð vægast sagt ófullkomið regluverk í kringum fjármálakerfið. Ástæða þessa er hruns er sægleg frammistaða m.a mr. Gordons Brown og Hollenska forsætisráðherrans, íslenskra ráðherra og fleiri. Að lagfæra þessi mistök með því að gera börnin mín og unga og ófædda íslendinga af skuldaþrælum við Breta og Holendinga kemur ekki til greina. Það er sú ömurlegasta lausn sem hægt er að finna. Út af borðinu með þetta Icesave rugl og byrjum upp á nýtt með réttar forsendur. Ég skora á fólk að skrifa undir beiðni til ÓRG að staðfesta ekki lögin um Icesave. Undirskriftin er á vef Indefence hópsins indifence.is.
Mikil umfjöllun um Icesave í Hollandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.