16.11.2009 | 20:04
USA skuldar Kína 100 billjarða.
Í fréttaflutninga af för bandaríkjaforseta til Kína hefur komið fram að skuldir Bandaríkjanna við Kína séu 100.000 miljarðar, sem er eins og allir vita sem æft hafa sig í stórum tölum 100 billjarðar. En þegar stærð talna er kominn í þessa hæð þarf eitthvað haldreipi til að átta sig á stærðinni. Að ég best veit þá eru Bandaríkjamenn ca 320 milljónir. Ef þessari skuld við Kínverja er deilt jafnt niður á alla Bandaríkjamenn þá er skuldin á haus 312.500 kr. Íslenskt efnahagskerfi hrundi á einni nóttu. Maður veltir því fyrir sér hvort það sama geti gerst í USA . Hvað gerist í heiminum þegar Bandaríkjamenn hafa ekki lengur efni á að kaupa vopn? Hvað gerist þegar Kínverjar eru komnir með undirtökin gagnvart Bandaríkjamönnum. Gæti það verið að við eigum eftir að bjóða Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. fram sem (efnahags) rústabjörgunarfólk í Ameríku sem sérfræðinga í greininni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.