Ólíkt höfumst við að.

Það er athyglisvert að bera saman þjóðarauðlind Norðmanna og Íslendinga. Statoil og Norsk hydro sem er m.a mjög stór framleiðandi á áli er eitt fyrirtæki. Eignahlutur í þessu risafyrirtæki StatoilHydro er að Norska ríkið á 66,4% , prívataðilar (Jónar Ásgeirar og Hannesar Smárasynir)eiga 8,6% aðrir hlutir eru í eigu aðila utan Noregs svo sem eins og banka og sjóða víðsvegar um heiminn. En hvernig er þetta hjá okkur? Sjávarauðlindin er 100% séreign í eigu tiltölulega lítils hóps. Álfyrirtækin er 0% í eigu Íslendinga. Það er þekktur áróður hér á landi ef útlendingar eignist eitthvað í sjávarauðlindinni verði það upphafið af einhverju endalokum. Til samanburðar þá eiga aðilar utan Noregs rúm 24% í Statoil Hydro. Það má spyrja, ef 66% af sjávarauðlindinni væri í eigu íslendinga væri þér sama að 20% af auðlindarinnar væru í eigu útlendinga? Já, að sjálfsögðu það er bara spurningin hvað við fengjum fyrir þann hlut. Við þekkjum hvernig eignahlutföll hafa verið hér síðustu ár. Það þarf kjark til að segja, við skul halda þessum hlutföllum óbreyttum.
mbl.is Metávöxtun hjá norska olíusjóðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband