1.11.2009 | 11:48
Jöklabréfafargið, hagnaður útgerðar fyrri ára.
Talið er að u.m.þ.b 600 miljarðar jöklabréfa liggi hér á landi sem farg á þjóðinni. Þessir peningar hefur ríkisstjórn íslands kyrrsett þar sem ekki eru til verðmæti í landinu til að greiða þessi bréf til eiganda sinna. En hvað varð um þessa peninga. Þegar þessi verðmæti streymdu hér inn í landi voru þau prímus mótor í viðskiptum með veiðiheimildir. Bankarnir lánuðu í ómældum einingum þetta fé til kaupa á veiðiheimildum. Verðið á þessum heimildum fóru allt upp í 4500 kr/kg á þorsk kg. Í viðskiptum með þessa froðu sem búin var til í Íslenskum sjávarútvegi mundaðist stór hagnaður hjá mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum. Á bak við þennan hagnað er farg á Íslenskum almenningi upp á marga miljarða króna í formi jöklabréfa. En að tala nú ári eftir efnahagshraunið um það sem mælikvarði á ágæti kvótakerfisins, eða sem skýringa til almennings um að við skulum halda óbreyttu kerfi er ófyrirleitið. Þörfin er þvert á móti knýjandi um að gera breytingar í sjávarútvegi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.