31.10.2009 | 15:28
Hvert fór hagræðingin Adólf?
Nú er að ljúka aðalfundi LÍÚ sem ávalt hefur vakið athygli. Á vef LÍÚ er partur úr ræðu formanns Adólfs þar sem hann segir orðrétt "Eftir að kvótakerfinu var komið á og sérstaklega með tilkomu frjálsa framsalsins 1991 tók við mikið umbyltingarskeið í íslenskum sjávarútvegi. Viðvarandi taprekstur vék fyrir hagræðingu og arðsemi" Á vef LÍÚ má finna mikið af upplýsingum úr sjávarútvegi. Það rakst ég meðal annars á upplýsingar um aldur togaraflotans. Þar kemur fram að í árslok 2004 var meðalaldur togaraflotans 23,7 ár , í árslok 2008 er meðalaldurinn 24,1 ár. Þannig er það á hreinu að hagræðingin hefur ekki farið í að endurnýja togskipaflotann. Það er nokkuð augljóst að þörfin fyrir endurnýjun flotans er veruleg. Ég get ekki séð að hér hafi hafi orðið stórkostleg umbreyting í fiskiðjuverum í landi. Eftir stendur því þessi spurning. Hvert fór hagræðingin Adólf?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.