14.10.2009 | 00:23
Bumerang Svandísar.
Ein megin rök Svandísar fyrir ákvörðun sinni var að hér þyrfti að fara að lögum, jafnvel þó að við værum djúpt í kreppunni þá yrðu hún sem umhverfisráðherra að fara að lögum. Nú eru að koma fram nýjar staðreyndir þar sem mjög er dregið að Svandís hafi farið að lögum í þessari ákvörðun. Ég get ekki betur séð en að búmeraengið sé að hitta hana beint í skallann. Steingrímur J. varði þá ákvörðun sína að gengið skyldi til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB að það væri kominn tími til að þjóðin tæki af skarið með ESB aðild. Sú afstað hans var góð og gild. En það er makalaust hvað VG reynir að stinga pinna í hjól Norðuráls á Reykjanesi, vitandi það að stór meirihluti íbúanna vilja þessa framkvæmd. Þeir vilja ekki bara framkvæmdina heldur vilja þeir að sjálfsögðu að framkvæmdum verði hraðað. Það er greinilegt að nýja lýðræðið okkar virkar ekki sem skildi.
Svandís ógildi ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er nú meira hvað sumir eru fastir í að stóriðja sé það eina sem virkar til að skapa ný störf hér á landi. Störf sem íslendingar sem dæmi unnu nánast ekkert við við byggingu Kárahnjúkavirkjunar! Vil minna á að stór hópur er á móti frekari stóriðju og verður áfram á móti stóriðju. Umhverfismál eru og verða alltaf eldfimt umræðuefni
Ég er afar stolt af ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur enda úrvalsmanneskja þar á ferð sem forðaði þjóðinni frá REIruglinu. Það er alltaf auðvelt að dæma og ráðast á ákvarðanir ráðherra umhverfismála. Slíkt mun einnig koma upp aftur í framtíðinni.
Bendi á nokkur atriði til nýsköpunar á bloginu minu. Svona til að koma sumum á skrið með að skapandi atvinnuvegir geta blómstrað hér á landi, samt aðeins ef áhugi einstaklinga færist í þá átt. Verndum náttúru Íslands fyrir komandi kynslóðir
au, 14.10.2009 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.