11.10.2009 | 21:31
Norðmenn vinir vorir eða óvinir.
Undanfarið hef ég verið að lesa bókina um Óskar Halldórsson þann mikla síldarspekúlant. Það er svolítið sérstakt að lesa um það hvernig Norðmenn höguðu sér í byrjun aldarinnar þ.e nítjándu. Þeir komu með skip sín og mokuðu upp síldinni upp úr Íslenskum fjörðum og víkum. Hvernig Norðmenn ýttu Íslendingum aftur fyrir sig bæði í vinnslunni hér á landi svo ekki sé talaðu um markaðinn. Íslendingarnir voru að reyna að kíkja yfir axlirnar á Norðmönnum til að reyna að læra af þeim. Það var ekki vinar þel Norðmanna í garð Íslendinga í þá daga. Er vinarþeliðið fyrir hendi í dag? Auður Normanna af "síld" nútímans þ.e er olíunni er það mikill að þeir vilja ekki taka hann inn í sitt hagkerfi nema að litlu leiti. Þeir fjárfest í öllum andskotanum út um allan heim. Væri eitthvað vinarþel í þessari frændþjóð ættu þeir létt með að lána okkur einhverja miljarða þegar nú kreppir að "vinunum" í norðri. En er það vilji Norðmanna? Það er skálað fyrir vinskap þjóðanna meðal pólitíkusa og aðals. Ég held að Íslenskur almenningur ætti að smíða það stórasta fockmerki sem gert hefur verið og senda "vinum" vorum Norðmönnum. Við verðum að finna okkur aðra vini með von um að vináttan verði meiri en bara í skálaræðum aðalsins.
Kallaði á neikvæð viðbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Láttu ekki svona þeir eru vinir.
Helga Kristjánsdóttir, 11.10.2009 kl. 22:21
Norðmenn og aðrir sem segjast vera vinir okkar eru það ekki nema á tillidögum og við einhver smeðjuleg hátíðarhöld. Í raun er þeim algerlega sama um okkur og aðra sem í kringum þá eru. Þetta á við allar aðrar þjóðir í Evrópu, nema Færeyinga. Þeir eru vinir.
Marinó Óskar Gíslason, 11.10.2009 kl. 23:11
Norðurlandaráð hvað? Færeyingar eru þeir einu sem hafa rétt okkur sanna vinarhönd.
Guðmundur St Ragnarsson, 11.10.2009 kl. 23:49
Sæll Egill,
Ég held að menn þurfi aðeins að kæla sig niður og skoða hvað þeir eru að tala um. Hverju breytir hvort Norðmenn eru reiðubúnir til að lána Íslendingum meira en þeir hafa áður rætt um? Það eru tvö ALGJÖR skilyrði sem Norðmenn og aðrar Norðurlandaþjóðir setja. Að það verði gengið frá Icesave og að lánin fari í gegnum samþykki AGS. Annað hefur ekki verið rætt um, hvorki af hálfu Norðmanna né annarra.
Það eru engir reiðubúnir til þess að fara að dæla peningum inn í Ísland áður en tekið er á óreiðunni. Enda skiljanlegt því íslendingar hafa sett sig á hausinn. Af hverju ættu þessar þjóðir að fara að dæla peningum inn í spillinguna sem viðgengst hérna? Þess vegna eru þessi tilvonandi lán ÖLL bundin því að áætlanir AGS fari eftir. Ef ekki verður gengið frá Icesave þá verða engin lán. Enda afskaplega skiljanlegt að erlendar þjóðir vilji ekki leggja sitt á vogarskálarnar til þess að íslensk óráðsíða og óreiða geti haldið áfram óbreytt. Þetta er ekki spurning um einhverja "vináttu" þetta er spurning um raunveruleika og einföld viðskipti. Ég er alls ekki viss um nema það væri bjarnargreiði að veita Íslandi stórt lán. Hvert færi það? Beint í íslensku óreiðuna. Það hefur ekkert verið tekið til neinstaðar, sama ruglið í gangi og sömu menn við völd.
Ef farið verður að taka á þeim sem settu landið á hausinn þá gæti eitthvað farið að gerast í því að fjármagn fari að koma til Íslands. Ef ekki, þá verður bið á því.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 12.10.2009 kl. 00:51
Vinir.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2009 kl. 00:52
Mér finnst þetta tal um VINAÞJÓÐIR furðulegt. Vinátta er hugtak sem á við um ákveðnar tilfinningar milli einstaklinga og á alls ekki við um samband þjóða eða fyrirtækja.
Agla (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 06:58
Það eru margir góðir puntar í kveðju þinni Arnór. En það er ástæða fyrir öllu og þar með talin hitanum. Það sem almenningi svíður hvað mest er að það er stjórnmálamenn sem brugðust okkur. Bæði á íslandi Bretlandi og Hollandi. Nágrannaþjóðir þvertaka fyrir það að þessi Icesave ágreiningur fari fyrir dómstóla. Af hverju? Af því stjórnmálamenn vilja ekki fá þann dóm að þeir hafi brugðist. Þeir vilja freka að málið verði leyst með því að Íslenskur almenningu núlifandi og ófæddir greið Icesave óþverrann. Siðaðar þjóðir og siðað fólk á að leysa ágreining sinn með dómstólaleiðinni. En ekki í þessu máli. AGS stendur eins og klettur að baki Bretum og Hollindingum. Af þeirri ástæðu meiga þeir fara til helvítis. Ég persónulega er til í og get tekið á mig miklar þrengingar vegna þessara fjárglæpamann sem komu okkur á hausinn. En þegar ég horfi í augun á ungum börnum mínum, þá hef ég engan áhuga á að kæla mig niður.
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 11:53
Það er svo að sjá að engir í útlöndunum séu tilbúnir til að gera okkur þann "bjarnargreiða" að veita okkur óskilyrðisbundin lán. Þá verðum við bara að reyna að redda okkur með skilyrðisbundum lánum.
Stjórnmálamenn á Bretlandi og Hollandi bera engar skyldur til að gæta hagsmuna okkar Íslendinga. Sú skylda hvílir á herðum þeirra sem við kusum sem fulltrúa okkar: Alþingis og síðan stjórnarinnar.
Okkur öllum svíður þetta ástand. Við erum öll á háa c inu en það hjálpar ekkert. Kannski myndi það auðvelda okkur viðbrögðin ef stjórnvöld gæfu okkur upplýsingar um hver raunveruleg staða okkar í þessum vanda er en þau hafi ekki enn sýnt okkur kjósendum það traust og ég reikna ekki með að svo verði fyrr en á elleftu stundu.
Agla (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 13:31
Það er hægt að snúa þessu á marga vegu. Ef þú býrð í útlöndum og það er brotist inn hjá þér, hringir þú á í Íslensku lögguna. Eða hringir þú í lögguna í því landi sem þú býrð? Bretar sem voru plataðir af Landsbankanum í Bretlandi spyrja að sjálfsögðu. Svaf ekki Breska fjármálaeftirlitið á verðinum? Í mínum huga snýst Icesave um þetta. Breskir stjórnmálamenn brugðust þegnum sínum, Íslenskir stjórnmálamenn brugðust þegnum sínum. Á að bjarga þessu með því að láta börnin mín (þar sem ein heitir Agla) borga þessi mistök. Nei, Þessum birgðum verður að dreifa á fleiri bök en íslensk. Breskir og Hollenskir stjórnmálamenn geta ekki ratað út úr eigin mistökum með því að knésetja Íslendinga og fá til þess AGS með kúgunaraðferðum.
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.