1.10.2009 | 13:36
Hverjar eru forsendur AGS?
Við lestur þessarar spá kemur fyrst upp í hugan, hvaða forsendur AGS gefi sér. Gerir AGS ráð fyrir því að við tökum það lán sem þeir hafa boðið með vissum hótunum? Gera þeir ráð fyrir að við tökum að okkur að greiða Icesave upp í topp? Gera þeir ráð fyrir að eitthvað að þeim verðmætum sem var komið undan í skattaskjól innheimtist? Hvernig gera þeir ráð fyrir að við nýtum okkar auðlindir, fisk, vatn og orku? Ég vildi sjá spá sem þær forsendur væru gefnar að við tækjum ekki lánið frá AGS og sturtuðum Icesave niður um klósettið.
AGS spáir 8,5% samdrætti hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Málið snýst um hvort við viljum AGS og samstarf við ESB eða ekki.
Ef við viljum það ekki þarf að leita annað eftir vinum, því ein lifum við ekki af í N.Atlantshafi. Sama hvað við elskum þjóðina okkar og landið mikið. Mér skilst að Íslendingar flytji t.d. út rúmlega 95% fisks út úr landinu.
Það hljóta að þurfa að finnast aðrir kaupendur ef að okkar núverandi/gömlu "vinir" kötta okkur út og henda hryðjuverkalögum á okkar fólk.....
Rússar? Kínverjar og Asía? Snúa sér aftur að Kananum?
Ljóst er að ef við sturtum ICESAVE niður um settið kveðjum við samfélag ESB. Alveg ljóst.
Magnús Þór Jónsson, 1.10.2009 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.