28.9.2009 | 18:11
Óbyggðanefnd í Sádi-arabíu hefu löngu lokið störfum.
Óbyggðanefnd þeirra Sáda hefur löngu lokið störfum og úrskurðað hvað skuli vera þjóðlendur(í eigu þjóðarinnar) og hvað skuli vera í einkaeign. Dómur óbyggðanefndar var skýr. Yfirleitt allstaðar þar sem olíulindir eru undir yfirborði skal vera í einkaeigu. Á meðan meirihluti landsmanna Sáda líður skort eru gosar, sem fara með þjóðarverðmætin eins og skít og strá verðmætum til hægri og vinstri. Eitt af þessum leikföngum þessara gosa er að eiga fótboltalið í Englandi. Bretar horfa fullir aðdáunar á þessa gosa og þiggja allan þennan auð sem óbyggðanefnd Sáda úthlutuðu þeim. Sennilega vakna Bretar ekki fyrr en þessir menn eru búnir að eyðileggja knattspyrnuna í Bretlandi. Nú er kominn tími til að líta bakvið tjöldin og athuga hvaðan þessir peningar koma inn í knattspyrnuna. Stundum spyr maður hvað veröldin þurfi að horfa upp á, áður en farið verður í að endurskipuleggja hvernig auðæfum heimsins eru skipt á milli þeirra sem kúluna byggja.
Arabískur prins hyggst kaupa Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.