22.9.2009 | 00:21
Forseti sem vill vera í sambandi við þjóð sína.
Heimsbyggðin hefur tekið eftir því að það er kominn nýr maður í brúnna í Hvítahúsinu. Eftir stríðsmaninn Bus, blása ferskir vindar nú um BNA. Í BNA eru miklir erfiðleikar. Heimskreppan hefur farið illa með þjóðina. En það er athyglisvert að bera saman Obama og Jóhönnu Sig. Í gær og í dag hefur Obama veri á fleygi ferð í stærstu fjölmiðlum þar vestra. Brosmildur en ákveðin skýrir Obama fyrir þjóðinni hver staðan er og blæs kjark í brjóst þjóðar sinnar. Jóhanna okkar Sig. fer aðrar leiðir. Þegar mest á reynir að Ísland bæti orðspor sitt erlendis, er Jóhanna í einhverskonar feluleik við erlendu pressuna. Hún neita að koma fram í þætti eins og Silfri Egils. Jóhanna kemur fram í þjóðmenningarhúsinu á reglum blaðamannafundum og minnir á gamlan Rússneskan kommissar. Bros hefur ekki sést á Jóhönnu svo lengi sem elstu menn muna. Öllum þykir pínulítið vænt um Jóhönnu, alveg sama hvar þeir eru í flokki. En sé röng kona á röngum stað núna, þá er það Jóhanna Sigurðardóttir. Jóhanna var í þeirri stjórn sem sigldi á skerið. Kannski er það staðreyndin að það séu margar kreppur í gangi hér á landi, sumar stóra og aðrar minni. Ein kreppan er sú að okkur vantar þjóðarleiðtoga. Þjóðarleiðtoga sem sómi er af.
Ég var svartur fyrir kosningarnar" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.