Þökkum fyrir Vatnsmýrina.

Mér verður stundum hugsað til þess með hryllingi hvernig Vatnsmýrin liti út ef flugvallaandstæðingar hefðu fengið sínu framgengt. Að sjá Vatnsmýrina sem flakandi sár nú í kreppunni væri hræðilegt. Sárin eru nógu mörg. Menn muna væntanlega eftir því hvað búið var að verðleggja landið þar sem flugvöllurinn stendur nú.Verðið var í himin hæðum og þyngstu rökin voru að það það væri glapræði að nota þetta dýra land undir flugvöll. Það voru ófáu þættirnir þar sem Örn Sigurðsson og Egill Helgason voru að reyna að samfæra landann um hversu vitlaust það væri að byggja ekki þarna. Enginn minnist nú á flugvöllinn. Megi Reykjavíkurflugvöllur stand þar sem hann er um ókomin ár.
mbl.is Sár í borgarmyndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flugvöllurinn er sár í borgarmyndinni.

Tjörvi Skarphéðinsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 14:22

2 identicon

... það átti reyndar að gerast 2024...  því völlurinn er fastur þarna þangað til...

Við fáum að borga undir innanlandsflug þar þangað til með öllum milljörðunum okkar..

chi ching...


Ólinn (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 14:22

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Tek algerlega undir með þér um Vatnsmýrina og glapræðið ef það hefði nú verið búið að færa flugvöllinn! Eða byrjað á því! Ef til vill fáum við aðra lausn eftir 20-30 ár, en það er langt þangað til. Og hvað sem líður flutningi innanlandsflugs til Keflavíkur, sem í dag myndi jafngilda því að leggja það niður, væri rétt að huga nú að því að undirbúa að leggja þangað lestarspor! (Róttækari er nú tillaga mín ekki: "huga að því að undirbúa ...")

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 14.9.2009 kl. 14:22

4 identicon

Var flugvöllurinn ekki kosinn í burtu 2012 eða 2016? Eða eitthvað svoleiðis? En, hvaða máli skiptir kosning, þegar ekkert er lýðræðið?

Skorrdal (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 14:34

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Kosning eða ekki... Skipulagsmál eru svo vanþroskuð á Íslandi að það hálfa væri nóg. Að halda að byggð í Vatnsmýri lagi eitt eða neitt er yfirborðskennt hjal.

Ólafur Þórðarson, 14.9.2009 kl. 15:38

6 identicon

Byggð eða ekki byggð; ef meirihluti Reykjarvíkurbúa kusu flugvöllinn burtu - er það þá ekki alræði að fylgja þeirri kosningu ekki eftir?

Skorrdal (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 16:36

7 identicon

Hvenar var flugvöllurinn kosinn burtu? Ég man ekkert eftir að hafa heyrt um þær

Ingi A (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 19:15

8 identicon

Spurðu Ingibjörgu Sólrúnu, Ingi; hún var "borgarstjóri" í þeim kosningum.

Skorrdal (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 19:22

9 identicon

Ef það ætti að flytja flugvöllinn til keflavíkur, þá mætti alveg eins flytja landsspítalann þangað og alþingi og allt það og gera Keflavík að höfuðborg. Það verða að vera góðar samgöngur til höfuðborgarinnar, og hér er engin lest þannig að við þurfum flugvöll.

Óli (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 21:03

10 identicon

Erlendis þykir það nú ekki tiltöku mál að keyra eins og hálftíma 45 mínútur út á flugvöll, Íslendingar hafa svo bjagaðar hugmyndir um fjarlægðir vegna smæðarinnar að það mætti halda að Keflavík væri hinum meginn á hnettinum. Það er alveg nóg að hafa einn flugvöll þar sem þjónar þessu svæði.

Blahh (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband