Athyglisvert framtak frá vinum vorum Norðmönnum.

Þetta er flott framtak, en það sem vekur sérstaka athygli mína er að þetta er ekki á hinu pólitíska sviði, heldur eru það einstaklingar sem ætla að taka á árinni með okkur. Sennilega er engin þjóð öflugri en Norðmenn og hafa meiri getu til að aðstoða Íslendinga í okkar þrengingum. Norskir stjórnmálamenn virðast taka þátt í öllum þvingunum og skilyrðum sem koma frá bæði Bretum og Hollendingum, að ekki sé talað um AGS. Í áratugi hef ég haft trú og trúað á vestræn gildi og vestrænt siðferði. Stjórnmálamenn nútímans hafa hins vega valdið því að ég er með stórkostlegar efasemdir á pólitískt siðferði vesturlanda. Bretar lát forhertan hryðjuverkamann lausann vegna viðskiptahagsmuna. Hryðjuverkamann sem sprengdi flugvél í loft upp yfir Lockerbie með þeim afleiðingum að 270 manns létu lífið. Sama stóra Bretland beitti okkar Íslendinga hryðjuverkalögum í viðskiptalegum tilgangi. Að þetta land Bretland skulið síðan bæði kalla eftir því og í raun vera í forystu vestrænna landa. Ég vil trúa því að almenningur á Íslandi, í Bretlandi og Noregi getum komið því inn í pólitíkina að okkur hefur borið af leið og þurfum að endurstilla kúrsinn.
mbl.is Vilja setja fé í endurreisnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband