Gola í seglin.

Þrátt fyrir að engin áróður héðan frá Íslandi um að það séu fleiri stjórnmálamenn en íslenskir sem beri ábirgð á Icesave ruglinu, virðis svo vera að nágrannaþjóðir okkar séu að átta sig. Ofsi Breskra og Hollenskra stjórnvalda hefur fyrst og fremst snúist um að breiða yfir sín eigin mistök. Það eru yfirleitt endalok stjórnmálamanna ef á þá sakast að þeir hafi gert stórkostleg mistök. Það er þungur dómur fyrir stjórnmálamenn að fá þann dóm að hafa gert stórkostleg mistök sem kosta skattgreiðendur stórar upphæðir. Um þetta hefur málið snúist fyrst og fremst. Leikur þeirra Bresku og Hollensku var að fórna Íslandi. Stórmannlegt? En af hverju hefur ekki verið sterkur áróður héðan frá Íslandi að fleiri stjórnmálamenn séu ábirgir? Kann ástæðan að vera sú að hér heima eru þetta að stórum hluta sömu stjórnmálamenn og horfðu á Icesave illgresið vaxa í garðinum án nokkurra afskipta. Eða man kannski einhver eftir þeim ráðherrum  í ríkisstjórninni sem voru í stjórninni þegar allt hrundi og heita Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson. Skildu þessir stjórnmálamenn vilja þá umræðu  að orsök Icesave ruglsins sé fyrst og fremst á ábirgð stjórnmálamanna sem brugðust okkur kjósendum hér á Íslandi, Bretlandi og Hollandi.
mbl.is FT segir að jafna eigi Icesave-byrðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband