Eru Hvalfjarðargöngin ástæðan fyrir slæmu gengi Skagamanna í fótbolta?

Það er sárt fyrir okkur gamla Skagamenn sem hafa fylgst með fótboltanum á Akranesi síðustu áratugi að horfa upp á gengi liðsins í fótbolta. Það dugði ekkert að fá gamla jaxla eins og Guðjón Þórðarson, leiðin hefur verið beint niður síðustu ár. Ekki er nóg með að liðið hafi fallið um deild á síðustu leiktíð heldur er það að berjast neðst í fyrstu deild. En hver er skýringin? Kann skýringin að liggja í Hvalfjarðargöngunum. Hér áðurfyrri var Akranes langt frá Reykjavík. Nú er Akranes orði meira eins og hverfi í Reykjavík og ætti kannski að vera sama sveitarfélag. Ég var að sjálfsögðu hund óánægður með jafntefli við Aftureldingu nú á föstudaginn. Menn lifa ekki af forni frægð. Hver er íbúatalan í Mosó og hver er íbúatalan á Akranesi? Á milli tvö og þrjú þúsund fleiri búa í Mósó heldur en á Skaganum. Af hverju ætti ungur strákur sem býr á Skaganum að spila með Skagaliðinu ef þeir í Mosó bjóða honum pínulítið meira? Ég hef stundum hugsað til þess hversu atvinnumarkaðurinn hefur breyst síðustu ár. Sigurður Sigurðsson var sennilega  fyrsti Skagamaðurinn sem bjó á Akranesi en vann í Reykjavík. Tók hann Akraborgina kvölds og morgna. Þótti okkur á Skaganum þetta nokkuð merkilegt og var rætt manna á meðal. Nú veit enginn hversu margir búa á Akranesi og vinna í Reykjavík og öfugt. Á sama hátt er þetta með knattspyrnumannamarkaðinn, þetta er orðið eitt svæði. Á þessu stóra sæði, Akranes til og með Keflavíkur, austu á Selfoss og öll sveitarfélög þar á milli er kannski mesti áhrifavaldurinn á gengi liðanna, gömlu (góðu/vondu) peningamennirnir. Þannig er engin spurning að kvótapeningar eru í Grindavík, Fl (Hannes Smárason) í Fram og Björgólfur í KR. Þannig hafa rekstraraðilar og stjórnendur félaganna aldrei haft eins mikið vægi og nú. Það að Akranes færðist nánast til Reykjavíkur í júlí 98 og það að stjórnendur hafa ekki tekið á þessu breytta rekstrarumhverfi er í mínum huga líklegast skýringin á þessu slæma gengi liðsins. En krafa okkar sem hafa og fylgjast með Skagaliðinu hefur ekkert breyst. Krafan er að liðið berjist á toppnum í efstu deild.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband