Áskorun til ungra sjálfstæðismanna.

Það hefur verið árlegur viðburður þegar skattskráin hefur komið út að ungir sjálfstæðismenn hafa farið mikinn og mótmælt því að skattskráin skuli vera opin. Sem sjálfstæðismaður í áratugi skora ég á unga sjálfstæðismenn að láta það ógert í ár. Græðgi einstakra manna í auð hefur verið þvíumlík að þjóðfélagið er nánast gjaldþrota. Það er meir en sjálfsagt að það liggi frami hvað menn og fyrirtæki eru að greiða í sameiginlegan sjóð okkar allra. Ef ungir sjálfstæðismenn fara fram með sama hætti og undanfarin ár verða þeir eins og jókerarnir í stokknum. Það er svo sjálfsagt að þessi skrá liggi frami og í raun ætti hún að vera aðgengileg á netinu.
mbl.is Hreiðar Már greiðir mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

RÉTT!!

óli (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Fíflin hljóta að halda áfram við að kóa með útrásarkrimmunum..... Er það ekki svona í anda þeirra göfuga málstaðar ?

hilmar jónsson, 30.7.2009 kl. 12:04

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Má þá nokkuð vera að hnýsast ofan í fjámál þeirra sem staðið hafa í stórfeldum svikum innan bankakerfisins Dóra ?

Það að skattálagning sé öllum sýnileg, er aðhald.

hilmar jónsson, 30.7.2009 kl. 12:18

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er ekkert óeðlilegt við það að birta þessar upplýsingar.  Í hinum siðmenntaða vestræna heimi, sem Ísland reyndar tilheyrir ekki, þá eru þessar upplýsingar yfirleitt aðgengilegar Dóra litla.   Í þessu tilviki er verið að birta opinber gjöld glæpamanna og landráðamanna og það er hið besta mál.

Guðmundur Pétursson, 30.7.2009 kl. 12:45

5 identicon

sammála dóru litlu með þessa birtingu. algert rugl að birta einkamál fólks. einnig sammála þeim fáránleika (sama hversu reiður eða ekki reiður maður sjálfur er) að dæma fólk fyrirfram skv. dómstólum götunnar.

ég er hinsvegar ekki alveg sannfærður um að það sé vit í því að vera í sjálfstæðisflokknum, þó ég reyndar myndi velja þann kostinn ef ég yrði neyddur í einhvern núverandi flokk.

ég myndi miklu frekar vilja sjá efnilegt fólk stofna til nýs flokks sem er alvöru frjálshyggjuflokkur til hægri og vill innleiða hér alvöru kapítalisma, lægri skatta og meiri einkavæðingu. það er eina leiðin að framförum.

því miður er það svo, að hrunið fær menn til að halda að kapítalisminn hafi klikkað þegar í raun hafi hér aldrei verið neinn alvöru kapítalismi á ferðinni. það leiðir til þess að menn, í reiði sinni og rökvillu, hverfa í ranga átt aftur til sósíalisma, svo sem er glöggt að koma í ljós núna. og sjáið árangurinn! allir þeir hæfustu eru að flytja úr landi.

"aldrei aftur vinstri stjórn" var hér sagt á níunda áratugnum. er fólk virkilega búið að gleyma því? ég spái því að slíkt verði sagt aftur eftir innan við áratug þegar fólk hefur náð áttum á ný.

Guðmundur (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 13:14

6 identicon

Þessi birting er ekki til þess ætluð ,, að veita aðhald" (hvernig svo sem það má túlka), heldur er hún ætluð til þess að ala á öfund og afbrýði
Geturðu sýnt fram á það Dóra litla? Telurðu virkilega að andi laganna sem veitti þessa heimild hafi verið sá að "ala á öfund og afbrýði"?

kristinn (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 13:20

7 identicon

Þetta er spurning hvaða gildi fljóta ofaná. Það sjá allir sem sjá vilja að ýmis þau gildi sem hafa verið í hávegum undanfarin ár voru röng. Þau bræddu úr sér. Við að endurbyggja þjóðfélagið þarf að rýma fyrir nýjum gildum. Gildum þar sem við m.a berum virðingu hvort fyrir öðru, gildi þar sem heiðaleikinn er í fyrirrúmi. Ég hef ekki heyrt annað undanfarið að allt ætti að ver opið og upplýsingar aðgengilegar í samfélaginu. Nema skattskráin? Það gengur ekki ekki. Þess vegna segi ég að þeir sem ætla að fara á skattstofuna verði eins og jókerarnir í stokknum. Ég skora þess vegna á þá sem það hafa í hyggju að endurskoða þá afstöðu sína.  

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 13:28

8 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er ekkert sér íslenskst fyrirbrigði að  upplýsingar um laun og kjör háttsettra stjórnenda séu aðgengilegar.   Hinsvegar má eflaust deila um hvort að samskonar upplýsingar eigi að  liggja fyrir um Jón og Gunnu, eða jafnvel Dóru litlu.    Hvort að þessir einstaklingar séu glæpamenn, er aukaatriði í þessu sambandi.

Guðmundur Pétursson, 30.7.2009 kl. 13:28

9 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Í skrám um opinber gjöld eru ekki bara skattakóngar eða útrásarvíkingar. Þar eru líka ég og þú. Mér er sama hvort að almenningur komist í gögn um það hvað Hreiðar Már Sigurðsson eða Þorsteinn Már Baldvinsson hafa í laun eða borga í skatta en það kemur nákvæmlega engum við hvað ég borga í opinber gjöld. Þess vegna styð ég unga Sjálfstæðismenn heils hugar enda eru þetta upplýsingar sem eiga nákvæmlega ekkert erindi til almennings.

Jóhann Pétur Pétursson, 30.7.2009 kl. 13:44

10 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Guðmundur, þetta var eins og ég hafi skrifað þetta. :)  Algerlega sammála.  Ég held að of margir muni ekki nógu langt aftur; ég man eftir hryllingnum sem fylgdi vinstri stjórnunum, ég man eftir slagorðunum "Aldrei aftur vinstristjórn" ; "Varist vinstri slysin" og "burt með skattpíningarflokkana".    Ég held að við þurfum ekkert að bíða í nein tíu ár eftir að fólk nái áttum,  ég held að fólk sé strax að fá nett sjokk og flassbakk til afturhaldsáranna. 

Vinstri stjórn hefur aldrei í sögunni setið heilt kjörtímabil og ég tel að það verði engin breyting á því .  Það vatnar rólega undan ríkisstjórnarflokkunum næstu mánuði og á meðan ná aðrir flokkar vopnum sínum á ný.   Mikið af þessu bulli verður leiðrétt og sóknarfærin verða nýtt. :)

 Dóra Litla:  Ég er algerlega sammála þér líka.  Svona til að hressa uppá þetta... má ég spyrja þig Hilmar Jónsson um kennitölu svo ég geti flett þér upp og birt það hér.  Þá gætum við aðeins rætt hverju þú ert að skila til þjóðfélagsins. :)

Helgi Már Bjarnason, 30.7.2009 kl. 13:47

11 identicon

Ég er svolítið á báðum áttum varðandi þessar birtingar. Ég finn alveg fyrir sömu spérhræðslunni og margir aðrir, og á erfitt með að sætta mig við það að upplýsingar um mína skatta og gjöld séu birt almenningi. Ég tala nú ekki um ef það þýddi að hægt væri að hengja mig á hæsta tré sem glæpamann af dómstóli götunnar fyrir þá einu sök að gefa upp mínar tekjur hreinskilnislega (raunar lítil hætta, þar sem ég er ekki nándar nærri nógu rík til þess að verða skotspónn eins eða neins). En á hinn bóginn finnst mér sem gallinn í þjóðfélaginu hafi ekki verið of miklar upplýsingar á undanförnum árum heldur þvert á móti. Værum við betur sett ef leynd hvíldi yfir þessum upplýsingum? Hverra hagsmuna værum við að gæta þá? Ég spyr, því ég ekki veit. :)

Ágústa (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 14:33

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Helgi Már: ég get fullvissað þig um, að sem opinber starfsmaður, sleppur engin króna frá mér framhjá skattinum..

hilmar jónsson, 30.7.2009 kl. 14:38

13 identicon

Guðmundur: má ég gera ráð fyrir að athugasemdin þín hafi verið einhverskonar grín? Eða trúiru virkilega sjálfur þessu rugli?

Egill (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 16:03

14 identicon

Ég er á því að rétt sé að birta þessar tölur. Það hefur svo sem engin áhuga á að vita hvað Jón á götuni er að borga í skatt og í sjálfu sér að þá held ég að menn séu ekki að öfundast nema fjárhæðirnar séu það gígatískar að það má setja spurningamerki við. Mér fynst til dæmis allt í lagi að fólk fái að vita þegar menn eru að borga hundruði milljóna í (jafnvel hátt í hálfan milljarð sem var hjá einhverjum aðila á síðasta ári) í skatt. Það getur veitt aðhald. Fólk getur þá sett spurningamerki við (og jafnvel verið reitt) hvort um sé að ræða "súpermann" í viðskiptum eða hvort um sé að ræða "Fífl" á ofurlaunum sem munu svo aldrey taka neina ábyrgð á gjörðunum (sem virðist vera niðurstaðan með langflesta banka og útrásarvíkingana). Mér er alveg sama þó ýmsir forstjórar séu á ágætum launum en að kalla það "öfund" að maður sé öskuíllur yfyr tekjum Landsbankastjórnendum sem hafa sett þjóðfélagið nánast á hausin vísa ég á bug. Svo segir einhver að engin sé sekur nema sekt sé sönnuð. Ég tel satt best að segja engar líkur á að þessir menn verði sakfelldir. Sjáum til dæmis Baugsmálið!! Þar voru nánast allir saklausir og öll þjóðin dregin á asnaeyrunum (meðal annars ég). Svo núna þegar allt er hrunið að þá kemst maður að því að semmilega er stærsta ástæðan fyrir hversu mikið englafólk þetta var sé sjálfsagt hversu vel er hægt að fynna glufur í kerfinu (sérstaklega ef maður er með nógu stóran her af lögfræðingum og jafnvel fjölmiðlum líka).  Ég held að það sé rétt að birta þetta. til að sjá öfgarnar. Það gæti líka verið gott að sjá þegar fólk sem er mjög áberandi í viðskiptalífinu og berst mikið á en hefur kanski minni tekjur en skúringakona að þá vitum við að þeir eru ekki að borga sinn skerf í samneysluna. Mér fynst rétt að við fáum að sjá öfgana. Hins vegar getur verið að þurfi að setja einhverjar reglur um hvernig fjölmiðlar birta þessar uplýsingar (þó ég hafi engar athugasemdir við þennan fréttaflutning). 

Kjarri. 

Kjarri (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 16:14

15 identicon

Egill: ég var ekki að grínast. mér var full alvara með orðum mínum. hvaða partur hélstu að væri grín?

Guðmundur (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 17:23

16 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ég tel að þeir sem eru á móti birtingu opinberra gjalda (ath. opinberra) hafi eitthvað að fela. Svo einfalt er það.

Páll Geir Bjarnason, 30.7.2009 kl. 18:05

17 identicon

Páll: og þá viltu væntanlega líka að það verði gert opinbert hverjir eru hiv smitaðir hér á landi, enda hafa þeir notað skattpening okkar til að finna það út. Þeir sem eru á móti þessu hafa eitthvað að fela. svo einfalt er það, finnst þér það ekki?

en í fullri alvöru, þá finnst mér þetta barnalegt komment hjá þér. þetta snýst ekki um að hafa eitthvað að fela. saksóknarar geta fengið þessi gögn (rétt eins og læknar geta fundið út hvort einstaklingur sé hiv smitaður). þetta snýst um að koma í veg fyrir að almenningur sé að hnýsast í einkamál hjá hverjum öðrum, sem gerir lítið annað en ógagn eins og komið hefur í ljós núna, þar sem almenningur dregur sínar eigin ályktanir eftir eigin höfði, eftir úrskurði dómstóls götunnar og eftir því hvernig fjölmiðlar mata þá. sérðu virkilega ekkert að þessu? hefur hugtakið persónuvernd enga þýðingu fyrir þig?

Guðmundur (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 18:39

18 identicon

Langaði bara að kvitta fyrir mig og styðja heilshugar hvert einasta aukatekið orð sem bæði Guðmundur og Dóra litla hafa látið falla.

Það er ekkert skrýtið í ljósi kreppunnar að fólk felli sleggjudóma á alla þá sem hafa pening á milli handanna, enda því einfaldara sem þú lítur á hlutina því rökréttara virðist það vera.

En þó að viðbrögð fólk séu ekkert sérstaklega skýtin, þá er ekki þar með sagt að viðbrögðin séu rétt. Eins og allt lífsreynt fólk vonandi veit getur sannleikurinn oft verið skrýtinn og það hefur sennilega aldrei verið brýnna að vera meðvitaður um einmitt það.

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 21:29

19 Smámynd: hilmar  jónsson

Talandi um sannleika Atli ( eða hvað sem þú heitir í raun) þá er það ákveðin vísbending um sannleika að hlutir eins og álagning sé uppi á borðinu.

Að öðru leyti kann ég þér litlar þakkir fyrir kjaftbrúk og dónaskap sem þú leyfðir þér á mínu bloggi.

hilmar jónsson, 30.7.2009 kl. 22:36

20 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Segir mig barnalegan, en líkir svo opinberum gjöldum við hiv-smit. Kommon!

Páll Geir Bjarnason, 30.7.2009 kl. 23:13

21 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þessar upplýsingar hafa alltaf verið aðgengilegar á Íslandi.  Skattadagurinn er ágætur hjá ungum susurum, en ég held að þeir séu á villigötum í þessum efnum.  En samt ber að hafa í huga að þetta eru góðar og vel meinandi sálir, þó kannski einfaldar séu.

Guðmundur Pétursson, 31.7.2009 kl. 09:08

22 identicon

"Varðandi auðmenn og konur þá er það mjög jákvætt ef að samfélagið byggir fólk sem hefur eigið fé umfram skuldir, sem notar þá þjónustu sem að samfélagið býður upp á og greiðir mikið af sínum tekjum í opinber gjöld." 

"Það er beinlínis rangt að allir þeir sem eiga feita sjóði séu glæpamenn og það er virkilega ógeðslegt þegar fólk leyfir sér það að væna þá sem halda þessu samfélagi á bjargbrúninni um glæpi og misferli!"

Mér fynst eins og þarna sé verið að segja að það sé EIGNAFÓLKIÐ sem sé að halda þjóðfélaginu á bjargbrúninni. Við hin erum sjálfsagt bara til óþurftar í samfélaginu. Við getum bara hipjað okkur. Sjálfsagt erum við bara BIRÐI á aumingja eignafólkinu. Þarf ekki bara að setja upp sérstaka rannsóknarnefnd til að kanna hlut almennings í hruninu?? Ekki getur það verði "ofurlaunafólkinu" að kenna sem er þessa stundina að hamast við að bjarga landinu með ofursköttunum sínum!!

Kveðja Kjarri.

Kjarri (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband