21.7.2009 | 20:23
Af hverju vill mann helvítið hraða Icesave?
Í mínum huga er það skýrt. Það er að koma æ betur í ljós að það voru ekki bara íslenskir stjórnmálamenn sem sváfu á verðinum. Bæði breskir og Hollenskir stjórnmálamenn voru ekkert betri. Þeir brugðust kjósendum sínum á nákvæmlega sama hátt. Með því að kíla máli í gegn og fórna litlu landi norður í höfum eru þessi menn að breiða yfir sinn eigin skít. Meðal siðaðra þjóða og meðal siðaðra menna er það reglan að láta dómstóla skera úr um ágreiningsefni. En ekki í þessu máli. Stjórnmálamenn bæði Hollands og Bretlands vilja ekki að dómstóll úrskurði um mistök þeirra þannig að hinn almenni kjósandi sjá þá með allt niður um sig . Nú er það spurning hvor íslenskir stjórnmálamenn eru menn eða mýs og standi í lappirnar.
Þrýst á Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Facebook
Athugasemdir
Ríkisstjórn Íslands skal fá að borga þetta úr eigin vasa verði þetta samþykkt á alþingi, ég spái gríðarlegum landflótta verði þessi kúgun samþykkt.
Sævar Einarsson, 21.7.2009 kl. 20:33
Eitt sem ég skil ekki, af hverju eru engir að mótmæla núna niðri á Austurvelli????Er fólk algjörlega sofandi. Það verður of seint eftir að búið er að skrifa upp á þetta, þegar fólkið fattar hvernig skattahækkanir, matvælahækkanir og annað hækkar.
Auðbjörg (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 20:36
Íslendingar hafa aldrei geta staðið saman í einu né neinu, okkur finnst þægilegast að mótmæla með því að skrifa undir mótmælaskjöl á netinu, við erum aumingjaþjóð.
Sævar Einarsson, 21.7.2009 kl. 20:45
Í mínum huga er það að verða æ skýrara að Bresk og Hollensk stjórnöld vilja þetta máli í gegn til að bjarga eigin skinni. Þessi stjórnvöld eru ekki saklaus í málinu.
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 20:45
Your Gansters stole the money. The Icelanders got there money transfered to the new banks...Why not the Dutch and the British??????........pay up!!! (you can always sell your bjg Jeeps and the big caravans that you cannot afford !!!!)
Fair play (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 00:15
Icelandic authority let the gansters play the game whit out doing nothing, so did Brithis and Dutch aswell. So they are too responsible for this mess.
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.