6.5.2009 | 15:11
Helsýktur markaður.
Í dag var meðalverð á þorski 172 kr/kg samkvæmt vef RSF. Á sama tíma eru að fara fram viðskipti með aflaheimildir í þorski á 180 kr/kg samkvæmt vef Fiskistofu. Þannig er verðið fyrir að veiða fiskinn 8kr/kg meira en fæst fyrir hann á markaði. Hvað segir þetta? Þetta segir ekkert annað en að markaðurinn er helsýktur. Ef einhver alvöru umgjörð væri utan um þennan markað væru viðskipti stöðvuð á stundinni. Kallað væri eftir skýringu á þessu fyrirbæri. En staðreyndin er sú að það eru engar starfsreglur um þessi viðskipti. Þessi viðskipti fara fram nákvæmlega eins og sala á sprútti fór fram hér í gamladaga. Menn einfaldlega hringja og spyrja "áttu eitthvað". Eini munurinn er sá að salan á sprúttinu var ólögleg en á kvótanum lögleg. Þetta fyrirkomulag er ekki bara greininn sjálfri til skammar. Heldur er þetta einnig lýsandi dæmi um hvernig stjórnvöld hafa haldið á málum auðlindarinnar. Einn hlekkurinn í endurreisn sjálfstæðisflokksins er að flokkurinn biðji Íslendinga afsökunar á stjórnun fiskveiðiauðlindarinnar síðustu ár.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.