Kvótakerfi í ólgusjó.

Megin tilgangur kvótans var í upphafi að taka ekki meira úr sjávarauðlindinni en hún þolir. Ef veiðar væru gefnar frjálsar með öllu gætum við tæmt auðlindina á ótrúlega stuttum tíma. Nú á þessum tímum þegar menn og fyrirtæki eru að tapa öllu, er ekki tíminn að taka af þeim aflaheimildir sem standa í skilum og hafa ekki verið að spila póker með sjávarauðlindina. Það vill gleymast í hita leiksins að við höfum fyrirtaks útgerðir og útgerðarmenn sem hafa rekið sín fyrirtæi vel. Af hverju að taka aflaheimildir af þeim? Nú er hinsvegar tíminn til að bæta markaðsumgjörðina, setja reglur um viðskipti með aflaheimildir. Framkvæmd kvótaker síðust ár hefur verið stórkostlega ábótavant. Mestu ábyrgðina þar bera stjórnmálamenn. Mesta skömm stjórnmálanna var að skattleggja ekki sölu á aflaheimildum þeim sem úthlutað var endurgjaldslaust. Þær útgerðir sem eru gjaldþrota í dag á ríkið að sjálfsögðu að taka kvótann til sín. Að sjálfsögðu á síðan ríkið að selja eða leigja til þeirra sem vilja veiða hann. Þannig væri ríkið í raun einn stærsti kvótaeigandinn og færi með stofnhlut í sjávarauðlindinni. Nú er rétti tíminn til að setja reglur utan um sjávarútveginn. Reglur með það markmið að byggja hér upp heilbrigðan og þróaðan sjávarútveg. Nú þarf storminum í kringum sjávarútveginn að linna.  


mbl.is Kvótakerfi ekki umbylt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Vel mælt Egill

Haraldur Bjarnason, 6.5.2009 kl. 08:20

2 identicon

Er ríkisstjórnin keypt?  Í vasa kvótakónga?  STANZLAUS SPILLING Í ÖLLUM FLOKKUM! 

Úngur jeg var (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 08:31

3 identicon

Sala á kvóta er náttúrulega skattlögð, annað hvort með fjármagnstekjuskatti eða tekjuskatti fyrirtækja, nema ef ekki er selt með hagnaði.

Blahh (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 09:13

4 identicon

Hvernig hefur tekist til í verndun auðlindarinnar? Við sitjum uppi með byggðahrun, upptöku eigna fjölda manns á landsbyggðinni án þess að þeim hafi verið bættur skaðinn. Leiguliða kvótaeigenda, mismunun, ójafnrétti, ríka kvótaeigendur og aðra mjög skuldsetta, varla vel rekin atvinnugrein sem er svo skuldsett. 1984 Árið sem kvótinn var settur á var ákveðinn 220 þús. tonna botnfisafli og þá var búið að skerða fiskveiðar gríðarlega, árið 2008 eftir endalausar svartar skýrslur, hagræðingu, samdrátt, nýjar tegundir, úthafsveiðar, eftirlitkerfi og hvað eina sem reynt hefur verið var kvótinn 130 þús tonn og Einar Guðfinns hækkaði það í vetur (eftir hrun )í 160 þús. tonn og þjóðin sefur ekki af ótta við að nú verði endanlega gengið af fiskstofnun dauðum. Er ekki allt í lagi í þjóðarheilanum, hvað hefur þetta kostað þjóðina og hver er árangurinn eftir 24 ár? Það er búið að setja upp Fiskistofu sem kostar 800 milljónir á ári, hvað gerir hún? jú hún hundeltir sjómenn og útgerðarmenn um allan sjó, útgerðarmenn þurfa að fara með lögguna með sér á sjó og láta hana horfa yfir öxlina á sér í vinnunni, spurning hvernig landkrabba þætti það að hafa eftirlitsmann með sér í vinnu sinni. En í raun er þetta apparat skrifstofu- og kerfisbákn sem er algjörlega óþarft þó staðið verði vörð um það fram í rauðann dauðann.  Fiskveiðistjórnunin hefur mistekist, sú vitneskja sem hafró og fiskistofa hafa aflað er eingöngu að þeir vita einfaldlega minna en ekki neitt. Það þarf að innkalla allan kvótann, strax, sárt en það líður hjá, leigja hann út til þeirra sem vilja og geta sótt hann, leigan fer í ríkissjóð til að hjálpa til við að reisa þetta land við á ný. Við þurfum atvinnu, útflutningstekjur sem skapa gjaldeyri og almennilegt fólk við stjórnvölin sem vill fara í skítagallann og taka til. Kótinn hefur eingöngu auðgað fámenna stétt sem er búin að taka auðinn úr greininni, hann hefur skuldsett nýliðana í greininni, takmarkað aðgang, stuðlað að misrétti, ójöfnuði og eignaupptöku, stækkað báknið og ekki tekist að sýna fram á að þessar aðgerðir hefi skilað þeim árangri sem stefnt var að þ.e. að vernda fiskistofna og stuðla að nýliðun sem skili stærri árgöngum.

Ásdís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 09:45

5 identicon

Ég þakka innleggið. Ég get verið sammála þér um margt í þínum pistli. En er það ekki umhugsunarefni hversu heiftúðleg umræðan er í greininni. Hverjir setja leikreglurnar í þjóðfélaginu? Eru það ekki stjórnmálamenn. Stjórnmálamenn hafa sett þær reglur sem búið er að vinna eftir. Ég tel ábyrgð stjórnmálamannanna vera öll. En heiftin beinist að þeim sem vinna eftir reglunum þ.e útgerðinni. Það má ekki rugla öllu saman. Í hópi útgerðamanna er hópur manna sem eru ærlegir og heiðalegir. En því miður er hópur manna þar líka sem hefur spilað póker með auðlindina og setur svartan blett á heildina. Nú er málið það sem er fyrir framan okkur, ekki það sem er að baki. Við breytum engu þar um.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 10:02

6 identicon

Ábyrgðin er stjórnmálamannanna, rétt er það en einnig kvótaeigendur sem standa vörð um þetta kerfi, og neita að  viðurkenna það réttlætismál sem hlýtur að vera grunnforsenda þess að leiðrétta misræmið í samfélaginu a.m.k. varðandi fiskveiðar. Auðvitað eru ekki allir útgerðarkvótaeigendur óheiðarlegir en þeir ganga um auðlindina eins og hún sé þeirra einkaeign, kaupa og selja óveiddan fisk en þeir borga ekki fyrir kerfið sem stendur vörð um hagsmuni þeirra það gerir þjóðin sem er útilokuð frá þessari sameiginlegri auðlind. Svo má alveg spurja hverjir höfðu áhrif á leikreglurnar í upphafi, hvaða hagsmunir voru þar og þær breytingar sem gerðar hafa verið á leikreglunum í tvo áratugi og allar miðast að því að styrkja eignarhald kvótaeigenda, nú vil ég gera skýran greinarmun á útgerðarmönnum og kvótaeigendum, það er nefnilega ekki alltaf sami aðilinn, nær væri að segja leiguliðaútgerðarmanna og útgerðarkvótaeigenda. En hvað um það, mátti til að leggja orð í belg. Ég hef ekki breytt minni skoðun,innkalla kvótann, ekki sauma meira í þetta bútasaumsteppi, bara opið og gegnsætt kerfi eins og er svo vinsælt að tala um í dag.

Ásdís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 12:06

7 Smámynd: Tryggvi Helgason

Mig langar til þess að setja hér inn smá athugasemdir.

Að mínu mati þá er engin hætta á ofveiði þótt veiðar verði frjálsar, - það verða auðvitað settar reglur þar um, svo sem að togveiðar verði einungis leyfðar utan vissrar línu umhverfis landið.

Með því að afnema kvótakerfið þá er ekki verið að "taka af þeim aflaheimildir" sem hafa haft kvótaréttindi. Þeir hætta að sjálfsögðu ekki að gera út og veiða fisk, heldur verða þeir frjálsir eins og aðrir, - og til viðbótar því að veiða "einungis" samkvæmt þeim "kvóta" sem þeir höfðu áður, þá hafa þeir (rétt eins og allir aðrir), jafnframt öðlast frelsi til þess að veiða miklum mun meira en nokkru sinni fyrr.

Með frelsi til fiskiveiða þá eru, öllum þeim sem skulda, jafnframt gefnir auknir og stórbættir möguleikar til þess að greiða upp sínar skuldir.

Tryggvi Helgason, 6.5.2009 kl. 15:18

8 identicon

þetta er stórkostlegur misskilningur hjá þér Tryggvi. Að halda að auðlindin sé ótæmandi og við getum tekið úr henni það sem okkur sýnist er fráleitt. Þvert á móti er auðlindin viðkvæm og það þarf að umgangast hana að varúð og virðingu.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband