6.5.2009 | 00:38
Gömlu dagana gefður mér.
Það fyrsta sem mér datt í hug var að ofaná efnahagshrun á Íslandi, svínaflensu og heimskreppu væri ágætta að bæta við núningi milli Rússa og USA. En við nánari skoðun sé ég eitthvað vinalegt við þetta. Á tímum kaldastríðsins voru þetta stórfréttir í veröldinni. Rússar fundu einhverja usa menn hjá sér sem voru að snuðra undir teppið. Þeir vísuð snuðrurunum úr landi og BN vísaði sama fjölda frá sínu heimalandi (sinnum tveir). Sú kenning að hlutirnir fari í hringi er als ekki dottin úr gildi. Þetta er að verða eins og í gamladaga. Mér finnst bara eitthvað vinalegt við þetta, einhver sjarmi.
NATO-mönnum vísað frá Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki gleyma uppgangi Talibana í pakistan og afgahnistan sem gæti leitt til þess að múslimskir öfgamenn komist yfir kjarnavopn. Einnig eru yfirmenn helstu leyniþjónustustofnanna Evrópu og BNA búnir að vara við að það er bara tímaspursmál hvenær næsta stóra hryðjuverk verður framið. Norður Kórea og Íran hafa ákveðið að efla til muna þróun sína á kjarnavopnum og stærsta einræðisríki heims, Kína er sífellt að stækka.
Ekkert voðalega bjart útlitið ef þú spyrð mig....
SpiderJerus4lem (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 00:46
Svo haldi sé áfram að telja má bæta við. Á ísl.er að taka við vinstristjórn með kaftein sem var í yfirmannastöðu þegar ísl.skútunni var siglt upp á sker. Aðeins nokkrir messaguttar bætast við í áhöfn. Lengi getur vont versnað.
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.