Er kreppa á Akureyri?

Upp úr einsmanns hljóði fékk ég þessa spurningu frá 8 ára dóttir minni. "Er líka kreppa á Akureyri?" Mig langaði að komast að hvað væri að veltast um í hugarheimi dóttur minnar. En stundum er "bara" bara ágætt svar og fullgilt. Ég reyndi að útskýra fyrir dóttur minni í löngu máli  að sennilega væri kreppan mest hér á Reykjavíkur svæðinu. "Flytjum til Akureyrar" sagði sú stutta. "Akureyri er fallegur bær" sagði ég. "Já, sundlaugin er æðisleg" sagði stúlkan. Síðan snéri hún sér að öðru. Umræðum um kreppu og Akureyri var lokið að hennar hálfu. Stundum þarf umræðan ekki endilega að vera tæmandi. Maður má spyrja um hlutina án þess að vera með einhverjar málalengingar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband