28.4.2009 | 15:02
Á að selja Valhöll?
Þessi spurning hlýtur að vera áleitin nú þegar flokkurinn er í sögulegri lægð og þarf að skila tugum miljóna sem komu á vafasaman hátt í kassann. Í húsi flokksins að Háaleitisbraut 1. er skráðar til húsa tannlæknastofur og ýmis ehf fyrirtæki sem ekkert eiga skilt við sjálfstæðisflokkinn. Við sem höfum áhuga á að deila hugsjónum sjálfstæðisflokksins saman, þurfum að spyrja hvort við höfum áhuga á að deila saman rekstri á húsi og fasteignum. Einnig eiga einstök sjálfstæðisfélög sali vítt og breitt um borgina. Þannig á félagið sem ég tilheyri hér í Breiðholtinu ágætan sal í Mjóddinni. Síðan er verið að auglýsa þessa sali til veisluhalda og mannfagnaða í beinni samkeppni við sali sem eru í eigu einkaaðila úti í bæ. Það væri miklu betra fyrirkomulag að flokkurinn ætti ekkert húsnæði en leigið til sín það sem hann þarf. Þannig væri hægt að leigja lítil kaffihús undir litla félagsfundi og Egilshöll þegar mikið lægi við. Að eiga og reka fasteign kosta ekki bara peninga heldur einnig mikla vinnu. Ef þeirri vinnu er ekki sint ber fasteignin þess fljótlega merki. Við endurskipulagningu á innra starfi flokksins hlýtur þessi kostur að koma til skoðunar.
afrit sent á
xd@xd.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.