Kæru flokksyskin þið verðið að skýra þetta út fyrir mér.

Þegar verið er að velja á lista eins og nú er verið að gera í Nv kjördæmi er, verið að gefa fólki kost á að velja þann hæfasta frambjóðenda til að leiða listann og vera foringi hópsins. Foringi hópsins á að ná sem breiðustu samstöðu og ná til sem flestra í kjördæminu. Einar Kristinn var í þeirri ríkisstjórn sem kom okkur á hausinn. Einar Kristinn var sjávarútvegsráðherra í því sjávarútvegskerfi þar sem þjóðin logar stafna á milli í illdeilum. Einar Kristinn var sjávarútvegsráðherra þar sem framþróun í veiðum og vinnslu hefur staðið í stað í áraraðir. Mig grunar því miður að það ráði einhver sjónarmið önnur en þau að leita að hæfasta og besta einstaklingnum. Mín tilfinning er sú að þetta segi okkur hversu handónýt prófkjörin eru orðin og jafnvel farinn að snúast upp í andhverfu sína. Kæru flokkssystkin mín í Na kjördæmi, þið verðið að skýra þetta út fyrir mér. Annar verð ég enn staðfastari í þeirri skoðun minni að það sé verið að kjósa einstakling "sem ég treysti til að koma mér framar í röðina", eða "góðan frænda" eða "ég ætla að viðhalda því kunningjakerfi sem við erum búinn að byggja upp" þess vegna kís ég Einar Kristinn í fyrst sæti.
mbl.is Einar efstur, Ásbjörn nú annar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli hann fái ekki þetta fylgi vegna hvalveiði-leyfisins.

Það gerir mikið fyrir NV kjördæmi.

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 15:29

2 identicon

Þetta sýnir að það þarf að skipta um kjósendur en ekki frambjóðendur 

Gunnar Ó Sigmarsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 15:37

3 identicon

Heldu þú Einar að síðustu 5 mín Einars nafna þíns í starfi haf fleytt honum í fyrsta sætið. Þó að hamingjan hafi verið mikil hjá mörgum, þá á ég erfitt með að trúa því að það sé skýring. Vanhæfir kjósendur???

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 15:55

4 identicon

Engar áhyggjur, það kýs einfaldlega enginn þennan flokk þegar kemur að sjálfum kosningunum.

Sjálfstæðisflokkurinn sigldi fiskveiðibyggðum á Vestfjörðum í þrot með frjálsu kvótaframsali (kvótasvindli) í þátu fjármagnseigenda.

Kjósendur á Vestfjörðum hafa ekkert val vilji þeir búa þar áfram - Þá kjósa þeir ALLT annað en Sjálfstæðisflokkinn. 

Sveinn Örn (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 15:59

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það eru fá rök á bak við þessi úrslit nema þá að Einar K. er góður strákur og er bæði með og á móti aðild að Evrópusambandinu.

Sigurjón Þórðarson, 22.3.2009 kl. 16:20

6 identicon

Ég er 100% sammála þér að að Einar Kr. sé góður drengur og búinn miklum mannkostum. Einar Kr fékk sitt tækifæri. En því miður.   

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband