Fer kreppan ef Davíð fer?

Þessa spurningu fékk ég frá 10. ára dóttur minni. Hvernig börn upplifa kreppuna og hvernig börnum líður vegna kreppunnar er rannsóknarefni félagsfræðinga framtíðarinnar. Börnin eiga erfitt með að skilja hvað raunveruleg gengur á.  Sennileg hefði dóttir mín vilja fá svarið, "já ef okkur tekst að losna við Davíð Oddson verður allt eins  og fyrr og allt verður í besta lagi". Stundum finnst mér að stjórnarliða séu með sömu væntingar og dóttir mín litla. Um leið og Davíð fer þá lagist allt. Sennilega verður morgundagurinn 26.feb síðasti starfsdagur Davíðs í Seðlabankanum. En hvað tekur svo við? Ég get svo sannarleg tekið undir það að það þurfti að gera breytingar í seðlabankanum. En hvernig að því er staðið verður ekki til að auka veg okkar og virðingu á erlendri grundu. Norðmenn voru fljótir að ná í einn bankastjórann sem losnaði. Það er ekki hægt að segja að maður sé að drepast úr bjartsýni þessa daganna, en ég held að nú sé að fara í hönd einhver pólitísk ringulreið og vitleysa. Sennilega kemst ekki jafnvægi á fyrr en dóttir mín fyrrnefnda er kominn á kosninga aldur og hún og hennar kynslóð tekur hér við og endurreisa Íslenskt samfélag.  
mbl.is Seðlabankafrumvarp afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldurdu thad virkilega?  Heldurdu ad kallinn maeti á morgun?  Ég spái thví ad Dabbi fái sér duglega nedanídí af 18 ára gömlu whiskey í nótt.  Hann tharf jú ad slappa af kallinn...thad eru einhverjir durgar ad sprengja fyrir utan húsid hans.  Ekki fékk hann naedi á svörtuloftum heldur med allt thetta potta og pönnuglamur + sönglandid í Bubba. 

Já..aetli kallinn sé ekki bara feginn ad vera laus ...og thjódin er svo sannarlega fegin ad vera laus vid hann.

It's a win win situation!!  Segdu dóttur thinni ad brottrekstur Davíds endi ekki kreppuna en kaeti samt thjódina.

Tryggvi Tumi Traustason (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband