Skvísustefna RUV.

Á meðan skvísustefna ræður ríkjum hjá  ruv, er útilokað að hæfasta og besta fólkið verði fyrir valinu sem fréttamenn og dagskráfólk sjónvarpsins. Hvað er skvísustefna? Skvísustefna er það þegar útlitið er sett ofar öllu. Við sjáum þetta á báðum sjónvarpsstöðvunum. Gullfalegar ungar konur eru gjarnan fengnar til  starfa. Auðvita spyr maður hvort það sé útlit sem sé númer eitt og annað fylgi þar á eftir. Í fréttaþættinum "Hard talk" þar sem rætt var við Geir Haarde kom ljósleg fram hvernig fagmenn vinna. Hvergi er skvísustefnan hræðilegri hjá ruv en við val á sjónvarpsþulum. Í þetta starf veljast nær eingöngu ungar bráðmundalegar stúlkur sem sýna okkur það helsta í nýjustu tísku. Af hverju má ekki ráð eldri konu sem er hætt að vinna. Hvað er fallegra en eldri kona í peysufötum , sem segði okkur hvað væri næst á dagskrá. Eða veðurbarinn gamall sjómaður á das. Þetta er kjörið starf fyrir eldra fólk. En með nýju Íslandi og nýjum gildum verða vonandi breytingar á þessu hjá ruv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband