24.2.2009 | 20:26
Segðu af þér Sigmar.
Ég horfði á Kastljós eins og sennilega 99,9% þjóðarinnar. Ég fæ ekki betur séð en að rökrétt niðurstaða sé að Sigmar segi af sér. Einnig er þörf á að útfæra nýjan búsáhaldablús þar sem þemað væri vanhæfir fréttamenn, já og kannski vanhæfir mótmælendur.
Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Óttalegt bull ...
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 21:01
ég tek eftir að seðlabankastjóri vill ekkert muna forsætisráðherratíð sína...sem var löng?...stoltur?...hann setti þessar “reglur ” seðlabankans sjálfur (og lagði niður þjóðhagsstofnun).
Er allavega að hugsa um “Sauruman” í Hringadróttinssögu núna og bara veit (18 ára reynsla ) að mjög margir Íslendingar halda að “þetta sé” hálmstráið?
...so help me God!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.2.2009 kl. 21:38
Sigmar var of "veikur" fyrir þessum STERKU "vinur minn" "góði minn" og eitthvað "verra"?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.2.2009 kl. 21:39
Það kom margt fram sem ekki var vitað áður og í raun spyr maður sig af hverju er fyrri ríkisstjórn og aðstandendur hennar Sjálfstæðismenn og Samfylking ekki spurð um þessi mál.
Er þetta rétt að Seðlabanki hafi þráfaldlega varað við þessu og hefðu haft tilbúnna aðgerðaráætlun vegna hruns? Þetta kemur hér fram.
Það kom einnig fram uppslýsingar um bindiskylduna sem mér fundust mjög trúverðugar. Davíð viðurkendi að það hefði verið grundvallarmistök að stýra eftir verðbólgumarkmiðum það hefði í raun aukið á vaxtamun og innflæði erlends fjármagns og pumpað upp krónuna.
Eins þótti mér athyglisvert að hann benti fjölmiðlum á að það væru stjórnmálamenn í fremstu röð sem tendust skattaskálkasjólum eða það sem þessar fyrverandi (núverandi) eyjar í Karíbahafinu kallast.
Hann hafði sjálfur kært meint misferli með hlutabréfakaup sjeik Mohamed Bin Khalifa Al-Thani í Kaupþing.
Hann kom með trúveruga skýringu á viðbrögðum breta sem voru andsvar vegna fjármagnsflutninga frá Kaupþings sem var undir bresk lög seld meðan þar höfðu menn engin lög önnur en málsgrein um hryðjuverk.
Mér fannst han verjast vel karlinn. Mér fannst Sigmar koma með fullyrðingar og vildi fá komment á þær en það hefur yfirleitt sáralítið upplýsinga og fréttagildi. Við viljum fá spurningar og það er hlutverk fréttmanna að fá þau fram en ekki koma með fullyrðingar. Persónulega held ég að Egill Helgason hefði verið mun betri til að hafa viðtal við hann en að negla hann niður og koma höggi á hann sé í raun ekki í hlutverki fréttamanna. Þeirra hlutverk er að fá sannleikan fram eða er það ekki? Það virðist sem andstæðingar Davíðs séu svektir því hann kemur yfrileitt ákaflega vel frá málum. Ljóst er að hann tekur þetta greinilega mjög nærri sér því hann er oftast háðskari og beittari og því hættulegri en nú. Mér fannst það vera óþarfi fyrir Davíð að vera svona sár yfir þessum spurningum.
Gunnr (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 04:35
Davíð biður menn um að vera málefnalegir. Er hægt að vera á móti þeirri beiðni Davíðs. Ég held að að stjórnmálamenn ættu að fara að hrópa minna og tala freka málefnalega um hlutina. Það er komið nóg af upphrópunum.
Þakka öllum
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.