24.2.2009 | 13:22
Var verið að biðja um svona lýðræði.
Nú fáum við að sjá íslenskt lýðræði eins og best gerist. Þingmaður í framsókn vill fá að sjá skýrslu um Evrópska seðlabanka áður en það er afgreitt úr nefnd og vill bíða í tvo daga með að afgreiða málið úr nefndinni. Væntanlega er það mat þessa þingmanns að þarna geti verið eitthvað sem væri gott fyrir nefndina að sjá áður en málið er afgreitt. Hvað gerist? Þessi þingmaður er úthrópaður. Þingmaðurinn hefur sagt að hann hafi greitt atkvæði samkvæmt samvisku sinni. Það virðist ekki koma málinu við. Ráðherra eins og Össur er sér hreinlega til minnkunar með þessu viðtali. Af hverju má Höskuldur ekki fara eftir samvisku sinni? Af hverju þarf fólk að gera Höskuldi upp skoðanir og illar hvatir, eins og ég heyrði í hinni ömurlegu Arnþrúði Karlsdóttir á útvarpi Sögu í morgun? Kannski tekur það einhverja áratugi að endurbyggja lýðræðið. En það er ömurlegt að fylgjast með hvernig Höskuldur er nánast lagður í einelti, af því að hann fellur ekki inn í færibanda afgreiðslu ráðherranna. Ekki er ég framsóknarmaður en ég ber virðingu fyrir Höskuldi að hafa látið samvisku sína ráða en ekki samvisku Össurar eða Jóhönnu.
Höskuldur í háskaför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú er að koma fram að einræðið er ofar öllu hjá strjórnarliðum þegar það hentar þeim, en ef menn vilja fara eftir sinni samfæringu er það glæpur, þeð hentar ekki einræðinu.
Rauða Ljónið, 24.2.2009 kl. 13:37
Þetta eru vinnubrögðin sem búsáhaldarbyltingin mikla hefur leitt af sér.. frábært....
Davíð Þór Kristjánsson, 24.2.2009 kl. 13:49
Vorum það ekki við sem vildum þessa stjórn.
Varla átti fólk von á að frammsókn gerði ekki neitt.
Það eru jú þeir sem stjórna þessu !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.