Vonandi ein af mörgum.

Þessi ákvörðun Valgerðar kemur sennilega fáum á óvart. Það er eins eðlilegt eins og mest getur verið að þeir þingmenn sem hvað lengst hafa starfað taki þessa sömu ákvörðun og Valgerður. Það gerir okkur kjósendum á margan hátt auðveldara fyrir. Í stað þess að við þurfum að hafna fólki sem hafa starfað fyrir þá flokka sem við höfum stutt og höfum góðar tilfinningar og þykir jafnvel vænt um, en hefur brugðist okkur. Þetta hefur þannig tvöföld áhrif við þurfum ekki að hafna fólki sem hefur starfað lengi í pólitík og hitt, að þetta gefur nýju fólki auðveldara með að stíga fram. En ansi er ég hræddur um að það verði of margir núverandi þingmenn sem þekki ekki sinn vitjunartíma. En með þessari ákvörðun Valgerðar gefur hún gott fordæmi og ekki annað hægt en að taka hattinn ofan fyrir henni.
mbl.is Valgerður ekki í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband