10.2.2009 | 10:03
Hvað má Dorrit og hvað má Ólafur Ragnar?
Fyrst tekur Ólafur Ragnar þátt í útrásinni og er nokkurskonar framvörður í þeirri sveit. Það leynist engum á hvert borðið Ólafur réri í þeirri ferð. Nú er Ólafur sem þjóðhöfðingi að tjá sig við Þjóðverja um réttlæti. Krafa okkar í dag er að það verði algjör endurnýjun í forystusveit Íslenska lýðveldisins. Ólafur Ragnar er þar engin undantekning . Ég lít á það sem sýnishorn hversu afvegaleiddur blessaður fossetin okkar er orðin þegar hann er farinn að segja Dorrit hvað hún má segja og hvað ekki. Ég ber virðingu fyrir Dorrit fyrir að þora að tjá hug sinn. Hvort heldur að það er um fall Íslensu bankanna að annað, hverju nafni sem það nefnist.
Þjóðverjar fái engar bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:06 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér með Dorrit. En það er einmitt þetta sem ég hef líka upplifað frá karlmönnum sem þykjast alltaf vita betur, það hefur SKO verið sussað á mig og kom síðan seinna í ljós að ég hafði á réttu að standa. Það þarf að breyta hugsanagangi hjá mörgum karlmönnum gagnvart okkur konum, þegar við konur erum annars vegar að tjá okkur, það má nefnilega líka hlusta á það sem við höfum að segja. EKKI SATT ?
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 10.2.2009 kl. 10:10
Núna verður Ólafur Ragnar Grímsson að bíta í sitt súra epli !
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 10.2.2009 kl. 10:11
Mikið rétt Guðbjörg.
Ég á tvær ungar dætur. Önnur er 10 ára og hin 8ára. Ég el þær upp, og segi þeim að taka afstöðu og hafa skoðanir. Það geti verið að ég sé ekki alltaf sammála en það sé allt í lagi. En jafnframt segi ég þeim að við eigum að bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Það er ótrúlegt að fylgjast með því að Ólafur sé að segja Dorrit hvað hún megi segja og hvað ekki.
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 10:17
Furðulegast af öllu er þó sú staðreynd að Kaupthing í Þýskalandi var þýskur banki og kemur því þjóðinni ekkert við. Veit Forseti Íslands í alvöru nánast ekkert um bankamálin eftir allt sem á undan er gengið?
Baldvin Jónsson, 10.2.2009 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.