Af hverju Davíð en ekki Jóhanna?

Í bréfi Davíðs kemur fram að hann þ.e Davíð hafi margsinnis varða ríkisstjórnina (sem Jóhanna sat í )við stöðu bankanna. En Jóhanna virtist ekki hafa haft miklar áhyggjur þá. Ég er þeirrar skoðunar að þeir sem stjórnuðu eigi að bera ábyrgð. Þetta er fáránleg staða í uppbyggingarvinnunni að Jóhanna sé nú að koma Davíð út úr Seðlabankanum. Af hverju á Jóhanna ekki að bera sína ábyrgð líka? Af hverju á hún ekki að segja af sér? Eða m.ö.o af hverju í veröldinni er þessi kona orðin æðstráðandi hér í þessu landi þar sem allt er í rúst.?
mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Þetta fólk var svo mikið um að státa sér að því að koma Davíð frá að mér sýnist þau vera búin að leika af sér. Ég var einn af þeim sem studdi þjóðstjórn og nýjar kosningar í mótmælum en ég fékk pönnuna aftur í andlitið eftir að við fengum þáverandi stjórn frá. Ég komst að því að við erum pínulítil peð sem ruddum veginn fyrir kampavín og kavíars sigurhátíð vinstriflokkana sem hugsuðu aldrei um okkur, heldur fall Davíðs,völd fyrir sig og fjölmiðlafár með myndum af sér  á forsíðum.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 8.2.2009 kl. 23:38

2 Smámynd: Pax pacis

Er fólki virkilega svo um og ó að hér verði vinstri stjórn að það gleymir því að með tilkomu þessarar ríkisstjórnar verða kröfur fólksins uppfylltar, þ.e. kosningar, hreinsun í SÍ (kommon hugsið nú aðeins; ef slökkvistöðin stendur í ljósum logum þá er varla hægt að treysta því að slökkviliðsstjórinn sé starfi sínu vaxinn, jafnvel þótt hann hafi ekki samið reglurnar um brunavarnir), hreinsun í FME og síðast en ekki síst ríkisstjórnina burt.  Það hefði sjálfsagt verið best ef við hefðum getað fengið þjóðstjórn, en mér finnst það ekki skipta miklu máli

Mér finnst það hreinlega ekki skipta miklu máli hvort hér er miðju-hægri eða miðju-vinstri stjórn, bara svo framarlega sem hún er hvorki hægri-hægri né vinstri-vinstri ;)  Og aðalmálið er að hún sé heiðarleg og vinni í þágu almannahagsmuna og aðeins almannahagsmuna.  Ég held því miður að þeir hagsmunir hafi yfirleitt ekki verið hafðir að leiðarljósi heldur öðru fremur persónuhagsmunir stjórnmálamanna, flokkshagsmunir og hagsmunir hagsmunahópa í viðskiptalífinu.

 Ég veit ekki hvort Jóhanna sé með eitthvað pólitískt ráðabrugg.  Ég hreinlega efast um það.  Bankastjórn Seðlabankans verður að víkja ef við eigum að skapa traust á Seðlabankanum erlendis.  Hvers vegna er svona erfitt að skilja það?  Hvers vegna þurfa menn að gera þetta að einhverjum pólitískum átökum milli flokka.  Slík átök eru í mesta lagi aukaatriði í þessu máli.

Pax pacis, 9.2.2009 kl. 01:51

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Forsætisráðherra hefur það vald að reka Davíð. Það þarf ekkert ráðabrugg í það. Það er bara miklu dýrara. Einfalt mál. Davíð veit það. Hann vill frekar láta reka sig og fá meiri pening, því ef hann segir af sér, á hann ekki sama rétt.

Hann vill bara meiri peninga og það er málið. Og það á bara að fara þá leið. Vonadi keyrir Jóhanna þetta í gegn eins fljótt og hægt er.

Erlendir alvörubankar eru búnir að lýsa því yfir, alla vega hef ég heyrt 3 bankanöfn nefnd í því sambandi, og það er góð fjárfesting að reka hann með skömm.

Ef hægt er að finna alvarlega handvömm í starfi Davíðs, skilst mér að lokauppgjör lækki verulega. Enn Jóhanna á að drífa í þessu. Maður rökræðir ekki við fólk eins og Davíð Oddson.

Hann er samskonar persónuleiki og Gunnar í Krossinum. Dettur engin önnur samlíking í hug í augnablikinu...

Óskar Arnórsson, 9.2.2009 kl. 05:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband